Fundur er boðaður í fulltrúaráði FRAM fimmtudaginn 22. okt. kl. 18:00 í veislusal FRAM Safamýri 26.
Ætlunin er að endurvekja fulltrúaráð FRAM og reyna þannig að setja saman hóp fóllks sem hefur áhuga á því að vinna í þágu FRAM á víðum vettvangi. Búið er að halda einn fund og var mæting á þann fund góð en það er pláss fyrir fleiri.
Allir FRAMarar eru velkomnir, eldri og reyndari menn og konur sérstaklega hvött til að mæta. Fulltrúráð er skemmtilegur vettvangur til að taka þátt í félagsstarfi FRAM.
Kveðja Knattspyrnufélagið FRAM