Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið 20 manna landsliðshóp til æfinga og keppni dagana 2.-8. nóvember. Liðið kemur saman til æfinga 2. nóvember hér á landi en liðið heldur til Noregs miðvikudaginn 4.nóvember þar sem liðið leikur á Golden League. Við FRAMarar erum sérstaklega stoltir af því að eiga fulltrúa í þessu landsliðshópi Íslands en Arnar Freyr Arnarsson línumaður okkar og varnartröll var valinn að þessu sinni. Arnar Freyr er annar af tveimur nýliðum í hópnum og spennandi fyrir Arnar að fá tækifæri til að æfa og leika með þeim bestu. Til hamingju Arnar Freyr og gangi ykkur vel.
Arnar Freyr Arnarson Fram
ÁFRAM FRAM