fbpx
Arnar freyr vefur

Arnar Freyr Arnarsson valinn í A landsliðshóp Íslands

arnar2Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið 20 manna landsliðshóp til æfinga og keppni dagana 2.-8. nóvember. Liðið kemur saman til æfinga 2. nóvember hér á landi en liðið heldur til Noregs miðvikudaginn 4.nóvember þar sem liðið leikur á Golden League. Við FRAMarar erum sérstaklega stoltir af því að eiga fulltrúa í þessu landsliðshópi Íslands en  Arnar Freyr Arnarsson línumaður okkar og varnartröll var valinn að þessu sinni. Arnar Freyr er annar af tveimur nýliðum í hópnum og spennandi fyrir Arnar að fá tækifæri til að æfa og leika með þeim bestu.  Til hamingju Arnar Freyr og gangi ykkur vel.

Arnar Freyr Arnarson                Fram

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!