Stelpurnar okkar í handboltanum mættu í kvöld Aftureldingu í Olísdeild kvenna og var leikið í Safamýrinni. Það var ekki vel mætt, rólegt yfri flestum en gaurarnir á trommunum voru stuði, vel gert drengir. Held að sumir hefðu sofnað ef þið hefðuð ekki verið á svæðinu.
Leikurinn í kvöld varð aldrei spennandi sem er í raun gott, stelpurnar mættu mjög frískar til leik og gáfu andstæðingunum aldrei möguleika á því að koma sér eitthvað inn í leikinn. Við lékum vörnina vel, markvarslan þar af leiðandi góð, sóknarlega gátum við í raun gert hvað sem við vildum. Við náðum algjörum tökum á þessum leik og litum aldrei til baka. Staðan í hálfleik 21-6.
Síðari hálfleikur var því formsatriði en mér fannst við mæta vel til leiks og héldum í raun góðum dampi, við héldum einbeytingu að mestu og héldum áfram að bæta við forskotið. Staðan eftir 40 mín. 27-7. Stefán leyfði öllum að spila en það breytti litlu allir skiluðu sínu og staðan eftir 50 mín. 32-9. Við kláruðum svo leikinn með sóma, lokatölur í kvöld öruggur 25 marka sigur 37-12. Það er fátt um þennan leik að segja, við höfðum algjöra yfirburði á öllum sviðum leiksins. Stelpurnar fá samt hrós fyrir það að halda haus allan leikinn og klára leikinn faglega. Stelpurnar munu spila mikið á næstu dögum, næsti leikur er á laugardag í Austurbergi kl. 13:30, látið endilega sjá ykkur og styðjið stelpurnar.
ÁFRAM FRAM