Stelpurnar okkar í handboltanum mættu í dag ÍR í Olísdeildinni, leikið var í Austurberg. Það var ekki vel mætt á leikinn og rólegt yfir öllum í Austurberginu í dag.
Við byrjuðum leikinn í dag vel, við spiluðum okkar leik, vörnin var þétt, nýttum hraðaupphlaupin sem oft fylgja góðum varnarleik og Guðrún að verja vel. Þegar þetta kemur allt saman þá er útkoman góð, staðan eftir 10 mín. 1-6. ÍR liðið er eins og UMFA liði sem við mættum í vikunni , bæði þessi lið eiga dálítð í land, þessi leikur var því eins og framhald af honum. Við gerðum í raun vel að halda haus og einbeytingu þegar mótstaðan er ekki meiri. Staðan í hálfleik 6-19.
Við byrjuðum síðar hálfleik með pínu kæruleysi varnarlega en héldum áfram að spila okkar leik sóknarlega, staðan eftir 40 mín. 11-26. Stefán dreifði álaginu og allir leikmenn fengu að spila sem er mikilvægt núna þegar liðið er að spila marga leiki á stuttum tíma. Við eigum erfiðan leik gegn Stjörnunni á heimavelli í næstu viku og því gott að dreifa álaginu og auka spiltíma leikmanna sem hafa spilað minna í upphafi mótsins. Við skelltum svo í lás varnarlega eftir smá kæruleysi í byrjun og bættum jafnt og þétt við okkar forrustu. Lokatölur í dag öruggur 21 marks sigur 15-36. Ásta Birna með 7 mörk, Ragheiður 6, Lísa 6, Sigurbjörg 5, Marthe og Hulda 4 aðrir minna. Guðrún var með 11 varin skot og Heiðrún 3.
Næsti leikur er eins og áður sagði á þriðjudag gegn Stjörnunni á heimavelli, það verður örugglega hörkuleikur og mikilvægt að stelpurnar fái stuðning á þriðjudag kl. 20:00. Sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM