fbpx
Ragnheiður  Fylkir vefur

Glæsilegur sigur á Stjörnunni í Olísdeildinni

Ragnheiður gegn GrudeIMG_3411Stelpurnar okkar í handboltanum mættu í kvöld Stjörnunni á heimavelli okkar í Safamýrinni.  Það var ágætlega mætt á leikinn enda ljóst að þetta yrði hörkuleikur og líkur á því að áhorfendur fengju mikið fyrir peninginn í kvöld.  Leikurinn olli ekki vonbrigðum í byrjun, mikill hraði og mörg mörk litu dagsins ljós strax á fyrstu mín. leiksins.   Staðan eftir 10 mín. 5-6. Við aðeins að elta en nánast jafnt á öllum tölum, vörnin okkar ekki alveg að smella.  Við náðum svo að laga vörnina aðeins og þá kom markvarslan með en það var það sem við þurftum á að halda. Staðan eftir 20 mín. 11-8.  Flottur kafli hjá okkar stelpum.  Við lékum fyrri hálfleikinn í kvöld bara prýðis vel. Sóknarleikurinn var góður, vörnin batnaði eftir því sem á leikinn leið og Guðrún frábær með um 12-13 bolta varða í fyrri hálfleik, staðan í hálfleik 18-13.  Flottur fyrri hálfleikur hjá okkar stelpum sem héldu t.d  sjó tveimur færri, vel gert. Bekkurinn á samt ekki að fá 2 mín, þó ég hafi skilning á því að það hafi verið smá pirringur yfir dómgæslunni á þessum kafla.  Síðari hálfleikur byrjaði ekki eins vel og sá síðari endaði, dálítið um mistök en vörnin og markvarslan góð. Við vorum að fá færi en nýttum þau ekki alveg, kannski pínu óheppnar? Staðan eftir 40 mín. góð, 21-17. Við héldum áfram að fara illa með góð færi og það var kannski það sem olli því að við náðum ekki meira forskoti á næstu mín,  við samt með frumkvæðið í leiknum og Guðrún að verja vel. Staðan eftir 50 mín. 25-22.  Síðustu 10 mín. leiksins voru svo  bæði spennandi og skemmtilegar, alvöru handboltaleikur.  Við héldum forrustunni en Stjarnan náði að narta í hælana á okkur en komust aldrei lengra, við vorum mjög sannfærandi í þessum leik, lokatölur 29-25.  Flottur sigur og mér fannst við sýna klærnar í kvöld, senda skilaboð um að við ætlum að vera með í baráttunni um titil í ár.  Guðrún Ósk var frábær í kvöld varði örugglega hátt í 25 skot, Ragnheiður sýndi styrk sinn í kvöld og landsliðsþjálfarinn hlýtur að endurskoða val sitt fljótlega, sú sem hann valdi í stað Ragnheiðar var með 2/14í kvöld, Ragnheiður með 9 mörk úr 15 skotum.  Lísa var sterk og Sigurbjörg er klárlega á réttri leið, annars var FRAM liðið gott í kvöld og sigurinn sanngjarn.  Flottur leikur stelpur.
Næsti leikur er á föstudag gegn FH í Krikanum, endilega látið sjá ykkur.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!