fbpx
Allir verðlaun vefur

Fjölmenni á uppskeruhátið yngriflokka FRAM í fótbolta

IMG_3434IMG_3440IMG_3449IMG_3454IMG_3462IMG_3468IMG_3474IMG_3477IMG_3485IMG_3488IMG_3496IMG_3509IMG_3500Það var gríðarlegur fjöldi FRAMarar sem mætti í Ingunnarskóla í gær á uppskeruhátið yngriflokka FRAM í fótbolta. Þetta er í fyrsta skiptið sem þessu uppskeruhátið er haldinn í Grafarholtinu og er Ingunnarskóli sérlega hentugur fyrir svona stóra samkomu.

Eins og hefð er fyrir þá voru veitt verðlaun í öllum flokkum og síðan var öllum boðið upp á veitingar.

Júlíus Guðmundsson formaður barna og unglingaráðs knattspyrnudeildar stjórnaði hátiðinni en leikmenn mfl.ka. og kv. sáu um að afhenda krökkunum verðlaunin ásamt stjórnarmönnum í barna og unglingaráði.

Allir iðkendur í 8-7-6 fl. karla og kvenna fengu verðlaunapening en í 5, 4 og 3. flokki voru veitt tvenn verðlaun, besti leikmaður og verðlaun fyrir framfarir.

Að lokum var FRAM dómari ársins valinn og  Eiríksbikarinn afhentur.  Það er hefð fyrir því að veita einum leikmanni yngri flokkanna  Eiríksbikarinn sem er gefinn af Ríkarði Jónssyni, landsliðsmanni Fram til margra ára, til minnigar um Eirík K Jónsson knattspyrnumann Fram. Eiríksbikarinn er veittur þeim einstakling sem með ástund sinni og framkomu innan sem utanvallar er sjálfum sér og félaginu til sóma.

Þeir sem fengu verðlaun í dag voru:
5. flokkur kvk
Aníta ýr Þorvaldsdóttir best
Anna Elísabet Hákonardóttir mestu framfarir

5. flokkur kk
Börkur Þorri Þorleifsson bestur
Anton Ari Bjarkason mestu framfarir

4. flokkur kvk
Ólína Sif Hilmarsdóttir best
Auður Erla Gunnarsdóttir mestu framfarir

4. flokkur kk
Halldór Bjarki Brynjarsson bestur
Steinn Bergsson mestu framfarir

3. flokkur kvk
Ester Ruth Aðalsteinsdóttir best
Emelía Britt Einarsdóttir mestu framfarir

3. flokkur kk
Helgi Guðjónsson bestur
Dagur Ingi Jónsson mestu framfarir

FRAM dómari ársins var valinn Kristinn Steinn Traustason

Eiríksbikarinn 2015 hlaut Rafal Daníelsson.

Aðalsteinn Aðalsteinsson var heiðraður sérstaklega fyrir  þjálfun og uppbyggingu yngri flokka Fram undanfarin 10 ár, þá einkum og sér í lagi í Grafarholti og Úlfarsárdal með ósérhlífni og dugnaði. Voru honum færðar þakkir fyrir frábært starf í þágu Fram.

Til hamingju FRAMarar

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!