fbpx
Toggi vefur

Öruggur sigur gegn Víkingum í Olísdeild karla

Stefan gegn FHVið FRAMarar mættum í Víkina í Olísdeild karla í kvöld, það eru orðin ár og dagar síðan við mættum Víkingum síðast á þessum stað.  Það var alveg þokkalega mætt og bara gaman að vera kominn aftur í þetta “forna” vígi handboltans. Strákarnir í 6. flokki voru mættir og slógu ekkert af frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu, frábær stuðningur strákar.
Við byrjuðum ekkert sérlega vel í kvöld, vörnin var þó nokkuð góð og Kristó að verja vel.  Eins og ég hef oft sagt áður þá er það góð uppskrift, vörn og markvarsla.  Staðan eftir 10 mín. 3-3.  Það má segja að sóknarleikur okkar hafi ekki verið til útflutnings fyrstu 15-20 mín. leikisins.  Hann var hægur, sendingar ekki góðar og eitthvað taktleysi í okkar leik.  Vörnin batnaði bara ef eitthvað va,  þegar leið á leikinn og því vorum við alltaf inni í leiknum þó munurinn væri lítill.  Staðan eftir 20 mín. 5-7.  Víkingar náðu að jafna leikinn og komust yfir 8-7, við klaufar sóknarlega og þeir fengu auðveld mörk.  Við skelltum svo í lás það sem eftir lifði hálfleiksins og sýndum allar okkar bestu hliðar, staðan í hálfleik 10-14. Gríðarlega sterkur endir á þessum hálfleik.
Síðari hálfleikur byrjaði rólega, við samt með heljartök á leiknum, andstæðingarnir áttu engin svör við okkar varnarleik. Staðan eftir 40 mín. 14-18.  Þá tók við góður kafli hjá okkar mönnum sem fóru loks að refsa Víkingum eftir góða varnarvinnu.  Staðan eftir 50 mín. 17-26 og leikurinn unnin.  Það þarf stundum smá þolinmæði  og aga til að vinna svona leiki, það var það sem við gerðum í kvöld, unnum varnarvinnuna vel og það skilar sér alltaf að lokum.  Við kláruðum svo þennan leik vel, Gulli náði að leyfa mörgum að spila síðustu 10 mín. leiksins og það kom lítið að sök. Við bættum bara við og hefðum jafnvel átt að bæta meira við ef við hefðum vandað okkur meira. Lokatölur í kvöld 18-29. Flottur leikur hjá okkar strákum, allir lögðu sig 100% fram, baráttan í vörninni góð, sóknarleikurinn batnaði þegar á leikinn leið og var ágætur síðustu 45 mín. leiksins.  Kristó var góður og Valtýr gerði vel þann tíma sem hann fékk í markinu.  Sannfærandi sigur og liðið lítur bara ljómandi vel út núna þegar strákarnir fá smá frí vegan landsleikja.  Næsti leikur er ekki fyrr en fimmtudaginn 12. nóv. gegn ÍBV, það verður svaka leikur,  sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!