Stelpurnar okkar í handboltanum mættu Fimleikafélagi Hafnarfjarðar í Olísdeild kvenna í kvöld en leikið var í Kaplakrika. Það var ekkert sérlega vel mætt á leikinn sennilega allir að horfa á útsvar ? Þessir leikir eru líka ekkert auglýstir og ekki von á að fólk mæti. Olísdeildin ekki að standa undir nafni enn sem komið er, hef sagt þetta áður og stend við mín orð. Enginn blaðamaður mættur á þennan leik , bakkelsið sem FH bauð upp á kvöld fór í ruslið og netsambandið sem þeir kvarta oft yfir var algjörlega ónýtt í kvöld, takk fyrir það.
Við byrjuðum leikinn í kvöld vel, greinilegt að liðið var vel stemmt og allir okkar leikmenn klárir í slaginn. Við tókum leikinn í okkar vörslu og staðan eftir c.a 15 mín. 3-10. Ragnheiður skoraði að vild, vörnin var góð og Guðrún að verja vel. Fyrri hálfleikur var í raun leikur “kattarins að músinni” við með algjöra yfirburði á öllum sviðum leiksins, staðan í hálfleik 6-14.
Við mættum ekki til leiks í síðari hálfleiki og Stefán tók leikhlé þegar fimleikastelpurnar voru búnar að gera 4 mörk í röð, 10-14 eftir 40 mín. Þá tókum við völdin aftur, bættum verulega í, settum nokkur mörk og gerðum fjótlega út um þennan leik. Það fór þannig að lokum að við sigruðum í leiknum 17-26 en hefðum átt að gera betur. Svo sem ekkert út að þennan leik að setja við kláruðum hann strax í byrjun og honum var í raun lokið eftir fyrri hálfleik. Ragnheiður var algjörlega frábær í fyrri hálfleik skoraði 10 mörk úr 10 skotum sem verður að teljast magnað. Hún spilaði minna í síðari hálfleik en var með nýtinguna 12/15 í leiknum sem er verulega gott fyrir skyttu. Eitthvað sem þjálfari karla liðs Víkingins þarf að skoða ? Hann hélt því reyndar fram í fjölmiðlum í gær að lið hans hefði tapað leiknum í gær að loka kafla leiksins, himm. Kannski þurfum við nýjan landsliðsþjálfara í handbolta kvenna ? Annars lékum við þokkalega vel í þessum leik, gerðum það sem þurfti, Stefán leyfði öllum að spila og það á eftir að reynast okkur vel þegar á mótið líður. Hafdís Iura lék vel í kvöld og er stöðugt að bæta sinn leik. Vel gert stelpur. Ragnheiður var með 12 mörk, Hafdís 4 mörk, Elfa 4 kvikindi en aðrir minna. Guðrún leik í markinu í c.a 45 mín og varði 16 bolta, Hafdís var með c.a 3 bolta að mig minnir. Flottur leikur og mikilvæg stig í húsi. Næsti leikur er eftir rúma viku á heimavelli gegn KA/Þór sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM