Það er ekki á hverjum degi sem okkar leikmenn fá tækifæri til þess að æfa fótbolta með þekktum erlendum félögum.
Birta og Ísabella Breiðdal æfa þessa dagana hjá Valencia á Spáni. Þar æfir Birta með A liði 4.flokks kvenna sem er skipað 22 leikmannahópi , allar í sama styrkleika,en Birta er fædd árið 2002 og er því á eldra ári hér á Íslandi. Birta þurfti að gangast undir strangar tækniæfingar og spila síðan æfingaleik til að standast kröfur liðsins og stóð hún sig með mikilli prýði og lagði til að mynda upp eitt mark með frábærri stungusendingu í leik gegn drengjaliði Birmingham. Að leik loknum samþykkti þjálfarinn að hún fengi að æfa með sterkari hópnum.
Ísabella æfir með sínum aldri en hún er fædd árið 2006, kröfurnar eru ekki þær sömu þó styrkleikinn og gæði æfinganna séu á mjög háum stigi. Ísabella hefur einnig leikið einn leik þar sem hún stóð sig vel.
Það er gaman að því þegar að okkar leikmönnum gefst kostur á því að æfa fótbolta með öðrum liðum þar sem gæði æfinga er góð og aðstaðan eins og best verður á kosið. Eins er alltaf gaman að máta sig við leikmenn frá öðrum löndum og sjá hvar við stöndum gagnvart þessu miklu fótboltaþjóðum í kringum okkur. Fjölskylda stelpnanna býr sem stendur í Valencia og fá stelpurnar því tækifæri til að æfa með liðinu eitthvað áfram.
Gangi ykkur vel stelpur
Áfram FRAM