Framherjinn Atli Fannar Jónsson hefur skrifað undir 3 ára samning við FRAM. FRAMarar þekkja Atli Fannar en hann var fenginn að láni í sumar frá Víkingi, lék með FRAM 8 leiki í sumar og gerði í þeim leikjum 5 mörk.
Atli Fannar er fæddur árið 1995 á að baki 23 mótsleiki í efstu deild fyrir meistaraflokka Breiðabliks, ÍBV og Víkings. Atli Fannar á að baki 9 landsleiki fyrir hönd Íslands í landsliðum U17 og U19 og gerði í þeim leikjum 2 mörk.
Atli er mikill liðsmaður og hefur metnað til að ná langt í fótbolta, við FRAMarar fögnum því að hafa fengið þennan öfluga leikmann í okkar raðir og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á komandi árum.
Knattspyrnudeild FRAM