fbpx
Atli fannar

Atli Fannar Jónsson skrifar undir samning við FRAM

Atli fannar goðFramherjinn Atli Fannar Jónsson  hefur skrifað undir 3 ára samning við FRAM. FRAMarar þekkja  Atli Fannar en hann var fenginn að láni í sumar frá Víkingi, lék með FRAM 8 leiki í sumar og gerði í þeim leikjum 5 mörk.
Atli Fannar er fæddur árið 1995 á að baki 23 mótsleiki í efstu deild fyrir meistaraflokka Breiðabliks, ÍBV og Víkings. Atli Fannar á að baki 9 landsleiki fyrir hönd Íslands í landsliðum U17 og U19 og gerði í þeim leikjum 2 mörk.
Atli er mikill liðsmaður og hefur metnað til að ná langt í fótbolta, við FRAMarar fögnum því að hafa fengið þennan öfluga leikmann í okkar raðir og hlökkum til áframhaldandi  samstarfs á komandi árum.

Knattspyrnudeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!