Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum U 17 liðs karla í fótbolta. Æfingarnar fara fram undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands. Um er að ræða leikmenn sem fæddir eru 1999 og 2000. Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga 6 fulltrúa í þessum æfingahópum en Leikmönnum er skipt upp eftir aldri. Helgi og Magnús Snær eru í eldri hópnum en Már, Halli, Unnar og Viktor í þeim yngri.
Þeir sem voru valdir frá FRAM að þessu sinni eru:
Helgi Guðjónsson Fram
Magnús Snær Dagbjartsson Fram
Már Ægisson Fram
Haraldur Einar Ásgrímsson Fram
Unnar Steinn Ingvarsson Fram
Viktor Gísli Hallgrímsson Fram
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM