fbpx
Elfa Þóra vefur

Öruggur 10 marka sigur á KA/Þór í Olísdeild kvenna

hafdis kaStelpurnar okkar í handboltanum fengu KA/Þór í heimsókn í Safamýrina í dag.  Það var alveg þokkalega mætt á leikinn og gaman að sjá hvað vel hefur verið mætt á kvennaleikina í vetur.  Vel gert FRAMarar.
Stelpurnar byrjuðu leikinn vel í dag, greinilegt að liðið er á góðu róli núna, stelpurnar eru mjög einbeittar og leikur liðsins mjög stöðugur.  Við náðum strax forrustu í leiknum og gáfum í raun andstæðingnum aldrei möguleika á því að gera neitt.  Sóknarleikur okkar hefur reyndar verið betri en varnarleikur og markvarsla góð í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleiki 14-7.
Síðari hálfleikur var góður, við héldum okkar leik og andstæðingurinn sá aldrei til sólar, við áttum svo sem engan stjörnuleik, en gerðum það sem þurfti.  Við bættum aðeins við okkar forrustu í síðari hálfleiknum og allir leikmenn okkar fengu að spila sem er mikilvægt fyrir liðið til framtíðar. Varnarleikur okkar var góður allan leikinn en sóknarlega vorum við ekki að spila okkar besta leik, þurfum að bæta okkur þar og ná stöðuleika.
Guðrún átti góðan leik í dag var með 12 bolta varði þann tíma sem hún stóð í markinu, Hafdís leysti hana af og varði 2 skot.  Lokatölur í dag öruggur 10 marka sigur 25-15.  Ragnheiður setti 6 mörk í dag, Ásta og Elva 4 en aðrir minna. Það eru spennandi tímar framundan hjá stelpunum,  þær leika við Fylki á þriðjudag og á fimmtudag halda þær til Rúmenínu. Endilega látið sjá ykkur í Árbænum á þriðjudag. Nánar um Rúmenínu á næstunni.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!