fbpx
Hlynur og Zeljko

Hlynur Atli og Zeljko skrifa undir við FRAM

IMG_3532Hlynur Atli Magnússon skrifaði í dag undir 3 ára samning við FRAM.  Hlynur Atli sem er 25 ára gamall varnar- og miðjumaður, er uppalinn hjá FRAM en hefur undanfarin 3 ár leikið á framandi slóðum, nú síðast Noregi.  Hlynur lék sinn fyrsta leik í meistaraflokki FRAM árið 2008 og átti um árabil fast sæti í byrjunarliði FRAM í efstu deild. Hlynur Atli á að baki þrjá landsleiki fyrir yngri landslið Íslands, tvo fyrir U19 ára landsliðið og einn fyrir U21 árs landsliðið. Það er mikið fagnaðarefni að fá Hlyn Atla aftur til FRAM og bindur félagið miklar vonir við hans framlag á næstu árum.

Um leið og félagið skrifaði undir samning við Hlyn Atla þá var skrifað undir samning við Zeljko Óskar Sankovic.
Zeljko hefur verið ráðinn yfirmaður afreksþjálfunnar knattspyrnudeildar FRAM ásamt því að koma að þjálfun meistaraflokks karla.  Zeljko  hefur lokið efstu gráðu í þjálfun hjá UEFA og hefur áralanga reynslu af þjálfun bæði hér á landi og erlendis. Það er því mikill fengur fyrir FRAM að fá Zeljko í þjálfarateymi FRAM.

Knattspyrnudeild FRAM bíður þá Hlyn Atla og Zeljko velkomna í FRAM

Knattspyrnudeild FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!