fbpx
Vefur

Sannfærandi sigur á Fylki í Olísdeild kvenna

Lisa gegn KAStelpurnar okkar í handboltanum eru á fullu þessa dagana en kvöld mættu þær í Árbæinn og léku við Fylki í Olísdeildinni.  Það var róleg stemming í Árbænum en alltaf dálítð notalegt að koma í þessa litlu stúku þó hún sé ekkert sérlega góð og erfitt að sjá allt sem gerist á vellinum.
Stelpurnar okkar byrjuðu leikinn í kvöld ekki eins vel og undanfarna leiki, sóknarlega vorum við þó alveg á pari en vörn og markvarsla ekki nægjanlega góð.  Við náðum strax undirtökunum í leiknum en náðum ekki að hrista Fylkis dömur af okkur,  jafnt á mörgum tölum í fyrri hálfleik þó við næðum 2-3 marka forrskoti í nokkur skipti.  Staðan í hálfleik 15-17.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn illa, það var einhver doði yfir mannskapnum og staðan eftir 40 mín. 22-20. Þá vöknuðu okkar stelpur loks varnarlega, við fórum loksins að taka aðeins á og láta finna fyrir okkur.  Um leið og vörnin small, þá komu auðveldu mörkin og við breyttum stöðunni úr 22-20 í 22-30 á c.a 15 mínútum.  Fylkisstelpur áttu engin svör og við kláruðum  þennan leik vel, lokatölur 24-33.
Við ekki að spila neinn toppleik í kvöld en gerðum það sem þurfti og  sýndum tennurnar þegar allt stefndi í óefni. Vel gert FRAMarar.  Guðrún átti góðan leik var með 50% markvörslu sem verður að teljast gott, 23 bolta varða.  Lísa setti 8 kvikindi og var góð, Ásta og Hildur með 5 og Hafdís Iura 4 en hún átti ljómandi leik í kvöld.
Næsti leikur er í Rúmenínu á laugardag kl.11:00, reyni að upplýsa ykkur nánar um það síðar.

Fullt af myndum úr leiknum á myndasíðu Jóa kristins  http://frammyndir.123.is/

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0