fbpx
hafdís vefur

Hafdís Iura leikur ekki meira með á þessu keppnistímabili

hafdísKarólína liðsmyndNú er ljóst að Hafdís Iura leikmaður mfl.kvenna í handbolta verður ekki meira með á þessu keppnistímabili.  Hafdís meiddist í fyrri Evrópuleik FRAM gegn Roman frá Rúmeníu.  Hafdís fór í skoðun og myndatöku í framhaldi af því, þar kom í ljós að krossbönd eru mjög líklega slitin og þarf Hafdís að fara í aðgerð til að fá bót meina sinna.  Það er því ljóst að Hafdís mun verða frá æfingum og keppni næstu 6-8 mánuði.
Karólína Vilborg Torfadóttir leikmaður FRAM í handbolta varð svo fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að stlíta kossband aftur nú á dögunum.  Karólína var byrjuð aftur að æfa eftir að hafa slitið krossbönd síðastliðið haust en ekki vildi betur til en krossbandið hélt ekki og slitnaði aftur.  Gríðarlega svekkjandi fyrir Karó að fá þessar fréttir, Karó þurfti því að fara aftur í aðgerð en er komin á fullt í endurhæfingu og ætlar ekki að leggja ára í bát heldur mæta sterk til leiks í haust. Við FRAMarar sendum Hafdísi og Karólínu baráttu og bata kveðju, vonumst eftir að sjá ykkur aftur á vellinum með haustinu.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!