fbpx
Freysi vefur

Öruggur sigur á 1000 landsleikjum og 300 “auka” kílóum í Coka Cola bikarnum í dag

Strákarnir gegn ÍRStrákarnir okkar í handboltanum mættu í dag Þrótti frá Vogum í Coca Cola bikarnum. Leikið var á heimavelli Þróttara að Strandgötu í Hafnarfirði. Lið Þróttar er ekki eiginlegt handbolta lið sem æfir reglulega heldur er liðið safn af leikmönnum sem æfðu reglulega á árum áður.  Gríðarlega reynt lið með vel yfir 1000 landsleiki að baki en viðbótar 300 kíló og  sendir bara lið í bikarkeppnina í ár. Aldrei að vita hvað þeir gera á næsta ári.   Við mættum hinsvegar með okkar besta lið, Toggi enn frá og spurning hvort hann verður eitthvað meira með á árinu.
Leikurinn í dag var hin besta skemmtun eins við var að búast þegar tvö flott handboltalið mætast, bæði lið tilbúin í leikinn og ljóst að Vogamenn ætluðu ekki að hleypa þessum leik í neinn hraða. Þeir léku skynsamlega, eiginlega frekar hægt, það dugði vel. Við náðum forrustu í leiknum og staðan eftir 10 mín. 3-6. Þá kom kafli þar sem allt gekk upp hjá þeim gömlu og þeir náðu að jafna leikinn í 7-7 en við náðum að laga stöðuna fyrir hlé, staðan í hálfleik 9-11.  Nokkurð skemmtilegur  hálfleikur en við eigum að geta gert betur en þetta.
Síðari hálfleikur var svo leikur kattarins að músinni.  Við lokuðum vörninn eins og við gerum best, kannski ekki svo erfitt þar sem sumir af andstæðingunum voru orðnir heldur framlágir. Við unnum boltann hvað eftir annað í vörninn og settum á þá 7 mörk á móti einu og leikurinn búinn, 10-18.  Fjörið hélt hinsvegar áfram og töluvert tekist á en ekkert að gerast hjá “hlúnkunum” úr Vogum nema bolabrögð og tudd. Staðan eftir c.a 50 mín. 13-23, Patti búinn að henda inn handklæðinu. Leikurinn kláraðist svo í miklu bróðerni, lokatölur 15-27.  Hrikalega gaman að fá svona lið inn í bikarinn, gefur handboltanum nýja vídd, skemmtileg uppákoma og vekur athygli á íþróttinni.  Það væri gaman að fá fleiri svona lið inn í bikarinn á næstu árum og jafnvel inn á Íslandsmótið. Margir leikmenn sem geta alveg spilað leik og leik.  Við aftur á móti unnum þennan leik tiltölulega öruggt og sýndum þessum gömlu að það þarf að æfa til geta eitthvað í handbolta.  Gott að vera kominn í 8 liða úrslit og við ætlum ekki að stoppa þar, nú er komið að því að við förum alla leið í höllina.  Strákar nú förum við alla leið.  Takk fyrir skemmtunina. Næsti leikur er í Safamýrinni á fimmtudag gegn ÍR, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!