Strákarnir okkar í fótboltanum léku um helgina seinni umferðina á Íslandsmótinu í futsal. Leikið er í 4 liða riðlum og er leikin tvöföld umferð í hverjum riðli. Við lékum í riðli með Selfoss, Erninum og Sindra. Við vorum efsti eftir fyrri umferðina með 6 stig, jafnmörg og Selfoss. Við töpuðum svo fyrir Selfoss í fyrsta leiknum um helgina 2-3 eftir að hafa komist í 2-0, bölvaður klaufaskapur. Við unnum hinsvegar hina leikina tvo, 7-3 og 4-0. Þetta tryggði okkur annað sætið í riðlinum og eru við því komnir í 8 liða úrslit. Þar verður leikið í útsláttarformi og mér sýnist við lenda á móti Álftanesi í 8 liða úrslitum í Laugardalshöll föstudaginn 8. jan. 2016. Undanúrslit verða svo leikin þann 9.jan. og mótið klárst sunnudaginn 10 jan.
Það verður því spennandi að fylgjast með strákunum í futsal á nýju ári.
ÁFRAM FRAM
P.s Mini á æfingaleik Leiknis og FRAM í kvöld 16. des. kl. 20:00 í Egilshöll.