ÚTFÖR Sigurðar Jóhanns Svavarssonar, heiðursfélaga Fram, var gerð frá Fossvogskirkju í gær, þriðjudaginn 19. janúar, að viðstöddu fjölmenni. Séra Sigurður Arnarson jarðsöng. Athöfnin var virðuleg og falleg. Séra Sigurður sagði í minningarorðum um Sigga Svavars að hann hafi verið svo mikill Framari að hann stofnaði heimili sitt á FRAMnesvegi í Reykjavík.
Gamalkunnir leikmenn, margfaldir meistarar með Fram og sex þeirra urðu síðan þjálfarar Framliðsins, voru líkmenn – báru kistu Sigurðar Jóhanns úr kirkju undir eftirspili: Framlaginu eftir Trausta Laufdal Aðalsteinssonar. Líkmenn voru Pétur Ormslev, Guðmundur Steinsson, Kristinn Rúnar Jónsson, Jón Sveinsson, Steinar Þór Guðgeirsson, Ríkharður Daðason, Guðmundur Torfason og Viðar Þorkelsson.
Fyrir utan krikju stóðu leikmenn mfl. karla og kvenna, handbolta og fótbolta heiðursvörð – í félagsbúningi Fram.
Fjölmenni kom saman í Framheimilinu að athöfn lokinni og heimilið þétt setið.
Knattspyrnufélagið FRAM