fbpx
FRAM liðið mai 2015 vefur

Grátlegt tap í Egilshöll

Fram-BÍ og HKVik 043Stelpurnar okkar í fótboltanum léku í kvöld annan leik sinn á Reykjavíkurmótinu í fótbolta en leikið var að venju í Egilshöll.  Mótherjarnir að þessu sinni voru HK/Víkingur, við háðum rimmu við þær í haust, biðum lægri hlut því var mikilvægt að reyna að leiðrétta það aðeins núna.  Við urðum fyrir miklu áfalli í síðasta leik þegar Lejla Cardaklija meiddist illa og óvíst að hún leiki meira á þessu ári, mikill missir fyrir liðið ef rétt reynist.
Leikurinn í kvöld var ágætur, við byrjuðum vel og áttu í fullu tré við andstæðinginn, fengum færi og það skilaði marki á 26. mín. þegar Berglind Arnardóttir sendi knöttinn í netið. Flott mark og vel að því staðið.  Við sváfum aðeins á verðinum eftir markið og fengum á okkur ódýrt mark á 32. mín, ferlega klaufalegt, staðan í hálfleik, 1-1. Bara ágætur hálfleikur hjá okkar stúlkum og gaf góð fyrirheit fyrir þann síðari.
Við byrjuðum síðari hálfleik kannski ekki nógu vel en leikurinn í jafnvægi, við fengum samt á okkur mark á 54. mín. staðan orðin 1-2 sem var óþarfi.  Við bættum okkar leik og náðum að jafna leikinn á 68 mín. þegar Margrét Sveinsdóttir setti skemmtilegt mark, annað gott mark hjá okkar stúlkum.  Eftir þetta jafnaðist leikurinn nokkuð, við hefðum átt að gera aðeins betur og taka öll stigin en fínn leikur hjá FRAM stelpum. Þetta hefðu verið ásættanleg úrslit en svo varð því miður ekki, við fengum á okkur mark á loka mínútu leiksins og niðurstaðan í þessum miðnæturleik 2-3 tap.  Fúlt að fá ekkert út úr þessu leik en markt jákvætt sem við tökum með okkur.  Næsti leikur er eftir rúma viku gegn Þrótti, endilega kíka í Egilshöll og styðja stelpunar okkar.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email