fbpx
20151202_211727

Hefur þu áhuga á því að koma að skrifum á heimasíðu FRAM

Bullur IIIMG_2774Ágætu FRAMarar

Eins og þið sem lesið heimasíðu FRAM vitið þá  höfum við reynt að skrifa um alla leiki meistaraflokka FRAM á undanförnum árum.  Við leggjum áherslu á að allir leikir sem fara fram í mótum séu vel kynntir hér á síðunni og síðan komi smá umfjöllum um þá leiki.  Við höfum ekki verið að fara í mikla leikgreiningu eða þess háttar vinnu heldur reynt að segja frá því helsta, úrslitum osfv.
Fréttaritari FRAM hefur séð einn um þessi skrif og náði hann því að skrifa 137 pistla um leiki meistaraflokkar FRAM karla og kvenna árið 2015.  Það er dágóð vinna sem fer í þetta en mjög skemmtilegt á köflum, svo sem ekkert gaman að skrifa um leiðinlega tapleiki en ekki hægt að velja það.
Það sem mig langar til að kanna er,  hvort einhverstaðar þarna út séu FRAMarar sem hafa áhuga á því að koma að þessum skrifum með fréttaritara FRAM.  Hvort það séu einhverjir ritfærir menn eða konur sem eru til í að skrifa um einhverja leiki þannig að við fáum ef til vill aðeins fjölbreyttari um fjöllun hér á síðunni.
Ég mun áfram sjá um að koma þessum pistlum inn á síðuna.  Eins ef einhver hefur áhuga á því að taka myndir á leikjum þá væri gaman að fá meira af myndum til að vinna með. Þetta á þó sérstaklega við fótbolta.
Hafir þú áhuga á að gera heimasíðu FRAM betri þá endilega sendu okkur línu á fram@fram.is   Allar hugmyndir eru vel þegnar.

 

Fréttaritari

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email