Valdir hafur verið úrtakshópar til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 17 landsliðs Íslands karla. Um er að ræða tvo hópa drengja annars vegar fædda 1999 og svo 2000 hins vegar. Hóparnir munu koma saman til æfinga um næstu helgi undir stjórn Halldórs Björnssonar, þjálfara U17 landsliðs Íslands. Við FRAMarar eru stoltir af því að eiga þrjá fulltrúa í þessum úrtakshópum en þeir sem voru valdir frá FRAM að þessu sinni eru:
Unnar Steinn Ingvarsson f. 2000 Fram
Helgi Guðjónsson f. 1999 Fram
Magnús Snær Dagbjartsson f. 1999 Fram
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM