fbpx
Gróft

Enn tap á heimavelli í Olísdeild karla

Garðar gegn IRStrákarnir okkar í handboltanum mættu fimleikafélaginu úr Hafnarfirði í kvöld, það var illa mætt í kvöld eins í síðasta leik, þó var slatti af göflurum á svæðinu.
Leikurinn í kvöld byrjaði illa, dálítð eins í síðustu leikjum  menn einhvern veginn ekki tilbúnir að mér finnst, það vantar eitthvað upp á stemminguna hjá drengjunum.  Það eru að vísu forföll en þá þurfa þeir sem koma inn að leggja meira af mörkum.  Sóknarleikurinn gekk illa og vörnin slök.  Staðan eftir 10 mín. 1-5.  Það var svo fátt sem lagaðist á næstu mín. við ferlegir í sókninn og fengum á okkur mjög ódýr mörk,  staðan eftir 20 mín. 5-13.  Við að gera mikið af mistökum  ásamt því að standa vörnina illa.  Við náðum að bæta okkur aðeins  í vörn og sókn það sem eftir lifði hálfleiksins en erfið staða sem við vorum búnir að koma okkur í, staðan í hálfleik 10-17.  Ljóst að erfitt væri að vinna þennan mun upp, til þess þurfti  allt að ganga upp.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn betur enda varla annað hægt,  stóðum vörnina mun betur og það var meira líf í okkar sóknarleik.  Náðum aðeins að vinna okkur inn í leikinn,  náðum að mig minnir að koma stöðunni í 20-24 þegar 4 mín voru eftir en því miður náðum við ekki lengra.  Lokatölur í kvöld 23-29.
Þrátt fyrir að spila betur í síðari hálfleik þá áttum við litla möguleika.  Það að vinna svona mikin mun upp er bara hrikalega erfitt. Við vorum betri í síðari hálfleik og þá sýndum við ágæta kafla en lánleysi okkar var algert á köflum.  Tókum ekki fráköst, misstum boltann klaufalega, skutum ýtrekað í markvörð FH ekki að hann hreyfði sig mikið, hittum ekki markið og svona mætti lengi telja.  Það þýðir lítið að dvelja við þennan leik, það er leikur gegn toppliði Hauka á fimmtudag, þá þurfum við að mæta allir til leiks.  Drengir upp með hausin, en núna þarf hver og einn að undirbúa sig vel fyrir þann leik.  Vill sjá smá geðveiki í næsta leik, það mun skila árangri.

ÁFRAM FRAM

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!