fbpx
Valur-Fram-goð

Slæmt tap gegn Keflavík í Lengjubikar karla

FRAM - FjölnirVið höldum áfram að mæta komandi andstæðingum sumarsins og nú voru það piltarnir frá Keflavík. Það er skemmst frá því að segja að við steinlágum í kvöld. Vonandi læra menn eitthvað af þessum leik. Við vorum því miður skelfilegir í kvöld. Liðið missti reyndar Mate út af með rautt spjald eftir 15 mín. leik. En fram að því var ekkert að gerast í leiknum, mikil stöðubarátta og hörð návígi. Keflavík á svo á 15 mínútu sendingu og/eða skot sem siglir yfir mannskapinn þar sem Mate er í einhverjum pakka og faðmlögum á marklínunni og á óskiljanlegan hátt slær boltann frá, það þýðir tvennt , vítaspyrna og brottrekstur. Gríðarlegt agaleysi. Keflavík skoraði svo örugglega úr vítinu. Það er eitt að spila fótboltaleik einum færri og öll lið geta lent í því, en við réðum engan vegin við verkefnið. Vorum á eftir í flesta bolta og vorum á köflum yfirspilaðir af sterkum Keflvíkingum. Ég minni á að gegn Seyðfirðingunum í síðasta leik þá léku þeir einum færri á móti okkur í 45 mín. og þeir leystu það prýðisvel. Ég átta mig ekki á hvers vegna við gátum ekki þétt okkur betur, en þeir virtust komast mjög auðveldlega upp vængina og áttu ófáar þversendinar fyrir okkar mark. Og þá kemur að öðru sem fréttaritari skilur ekki heldur hver vegna við völdum svona illa í okkar eigin teig. Það er eitthvað til að skoða á næstu æfingum Það er klárt mál að Keflavík verður í toppbaráttu í sumar, en ég hef nokkrar áhyggjur af okkur. Við erum mjög fljótir að hengja haus og létum mótlætið fara í skapið á okkur. Við verðum að gera betur. Við lékum þennan leik án þess að fá eitt einasta marktækifæri. Andstæðingarnir bættu svo við marki á 34 mín. og það segir dálítið um leikinn að þar var að verki bakvörðurinn Guðjón Árni eftir að hafa fengið að vaða upp hægri kantinn tiltölulega óáreittur. Keflavík bætti svo við marki af stuttu færi undir lok fyrr hálfleiks þar sem þeir fóru á svipaðan hátt upp hægra megin og skoruðu eftir laglegt spil af stuttu færi . Staðan 0-3 í hálfleik.
Það var vitað að seinni hálfleikur yrði erfiður manni færi. Við vorum þó mun sprækar og menn voru að reyna sem er allt í áttina. En um miðjan seinni hálfleik fáum við á okkur klaufalegt víti þegar brotið er á leikmanni alveg út við endalínu. Engin hætta á ferðum. Keflavík skorar svo öruggleg úr vítinu. Þeir setja svo fimmta markið á okkur undir lokin,. 0-5 tap staðreynd
Það er lítið jákvætt hægt að taka frá þessum leik og ekki sanngjarnt að meta einstaka leikmenn eftir þessa framistöðu. Það er verið að gefa mörgum tækifæri en nú ég vil sjá það lið myndast sem á að skipa hryggjarsúluna í Fram liðinu. Eins og þetta blasir við í dag er sannarlega engin öruggur um sæti í liðinu. Auðvitað tala menn um vorleiki og það er ennþá mars og allt það ( undirritaður gerði það líka). En við verðum að fara að sjá alvöru batamerki á þessu.

Liðið: Sigurður Hrannar-Sigurpáll-Mate-Rúrik-Indriði-Orri-Ingólfur-Hlynur-Ingberg-Atli Fannar-Hilmar.
Þeir sem komu inn á: Brynjar B-Kristófer-Sigurður Þráinn-Alexander Már-Kristján
Næst er það ÍBV laugardaginn 2. apríl í Úlfarsárdal. Sjáumst í Úlfagryfjunni.

Fréttaritari FRAM G.Hoddle

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!