fbpx

Tap gegn Fjölni í Lengjubikar kvenna

mfl.kv.

Stelpurnar okkar í fótboltanum léku í kvöld sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum, leikið var í Egilshöll gegn Fjölni.  Það er dálítð langt síðan við lékum í síðast, síðan þá hafa orðið breytingar á okkar leikmannahópi og eiga sennilega eftir að verða einhverjar fleiri með vorinu. Erfitt að spila kl. 21:00 á sunnudegi og ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að finna betri tíma fyrir þessa leiki.  Mér finnst þetta ekki boðlegt.
Við byrjuðum þennan leik illa, sáum eiginlega aldrei til sólar í fyrri hálfleiknum. Við ekki tilbúnar í þennan leik sem er að verða sameiginlegt með okkar meistaraflokks liðum eins og er.  Hálfgert þunglyndi núna að skrifa um þessa leiki.  Við fengum á okkur sex mörk á fyrstu 46 mín. þessa leiks og ljóst að við værum ekki að fara að vinna leikinn.  Staðan í hálfleik 0-5.
Eitthvað hefur þjálfari okkar lesið yfir okkar stelpum í hálfleik og reynt að berja í okkur kjark því þótt við byrjuðum illa þá náðum við að laga okkar leik og síðari hálfleikur var í raun miklu betri. Leikur okkar lagaðist þegar á leikinn leið og eins stelpurnar næðu áttum. Liðið hefur lítið spilað saman og kannski var þetta of mikið fyrir okkar að mæta þetta öflugu liði á þessari stundu. Mjög erfitt fyrir liðið að missa út sterka pósta í meiðsl og svo erum við að fá leikmenn inn á síðustu stundu.  Held að við ættum ekki að dæma liðið mikið út frá þessum leik og við þurfum að gefa liðinu smá tíma núna.  Lokatölur í þessum leik 0-6.
Allt annað að sjá liðið í síðari hálfleik þrátt fyrir að við væru svo sem ekki að fá nein færi að ráði þá leystum við verkefnið mun betur og ég var mun rólegri þegar ég fór heim í kvöld en ég var í hálfleik, svo mikið er víst.
Næsti leikur er gegn Keflavík í Egilshöll laugardaginn 2. apríl, endilega kíkið á þann leik og hvetjum stelpurnar okkar.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!