Valinn hefur verið úrtakshópur drengja til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U 16 landsliðs Íslands. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar, þjálfara U16 landsliðs Íslands. Við FRAMarar erum stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í þessum æfingahópi en auk þess er einn leikmaður úr Skallagrími, þannig að það má segja að við eigum þrjá fulltrúa í þessum flotta æfingahópi. Þeir sem voru valdir frá FRAM og Skallagrími að þessu sinni eru:
Aron Snær Ingason Fram
Rafael Stefán Daníelsson Fram
Brynjar Snær Pálsson Skallagrímur
Gangi ykkur vel.
ÁFRAM FRAM