Strákarnir okkar í handboltanum skelltu sér að Hlíðarenda í kvöld og léku við pilta séra Friðriks í Olísdeildinni. Það var boðið upp á góða tónlist fyrir leik og ekki frá því að það hressti okkar menn. Þurfum að fara að vinna leik, ég held að allir okkar leikmenn séu klárir en Arnar og Ólafur Ægir meiddir , og verða það eitthvað áfram.
Leikurinn í kvöld byrjaði ágætlega, við að vísu að elta, vörnin ekki að standa sig og Kristó ekki að ná að bjarga okkur. Staðan eftir 10 mín . 5-3. Ljóst að við þyrftum að gera betur, getum það klárlega en þurfum að hafa meiri trú á okkar leik. Við náðum að laga okkar leik, meiri kraftur í okkur og við alltaf líklegir en náðum ekki að jafna. Staðan eftir 20 mín. 9-8. Við náðum svo að jafna leikinn í 9-9, við að spila vel á þessum kafla. Það var bullandi kraftur í okkar leik það sem eftir lifði hálfleiksins en við náðum ekki að nýta góðan varnarleik nógu vel sóknarlega. Náðum að komast yfir sem var sterkt en staðan í hálfleik 11-11. Ágætur hálfleikur hjá okkur, kafla skiptur en kraftur í mannskapnum.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn vel, jafnt á flestum tölum en það vantar framlaga frá fleiri leikmönnum sóknarlega að mér finnst. Staðan eftir 40 mín. 16-15. Áfram var leikurinn jafn og spennandi , við að berjast á fullu og ljóst að leikmenn okkar voru að leggja sig fram, fórum illa með færin okkar eða kannski ekki alltaf að velja bestu færin. Við náðum samt forskoti og staðan eftir 50 mín. 18-20. Flotur kafli hjá okkar strákum, náðum að bæta við í 18-21 og áttum möguleika á því að komast í fjögur mörk en nýttum það ekki. Þá fór allt í baklás og við skoruðum ekki mark í 6-7 mín. við nýttum ekki færi sem var grátlegt. Það fór svo að lokum að við töpuðum þessum leik gerðum 1 mark síðusti 9 mín leiksins og það bara gengur ekki. Lokatölur í kvöld 23-22. Grátlegt að fá ekkert út úr þessum leik því margt gott í okkar leik og þá sérstaklega varnarleikur og markvarsla.
Við verðum samt að vera pínu jákvæðir , allt annað að sjá okkar leikmenn í þessum leik, við að spila miklu nær því sem við getum og margt jákvætt. Við börðumst eins og ljón allan leikinn, Garðar að spila vel, Kristó góður og margir að skila sínu mun betur í vörninn. Við þurfum að byggja á þessu og halda áfram á þessari braut, við getum betur og sýndum það í kvöld. Þurfum að nýta páskafríið vel og mæta hressir í loka leikinn sem er gegn Akureyri á fimmtudag eftir viku í Safamýrinni. Sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM