fbpx
Sigurbjörg gegn Roman vefur

Góður FRAM sigur á Akureyri í Olísdeild kvenna

Guðrun gegn FjolniStelpurnar okkar í handboltanum skelltu sér í rúturferð snemma í morgun og héldu norður yfir heiðar til að mæta norðan stelpur í Olísdeildinni.  Ferðin gekk vel og ekkert að því að fara í léttan bíltúr fyrir leik enda fór ferðin vel um mannskapinn.
Leikurinn í dag var ágætur eftir því sem heimildarmaður minn fyrir norðan tjáði mér, kafla skiptur en okkar stúlkur skiluðu á heildina litið ágætum leik.  Við byrjuðum betur og voru yfir allan leikinn,  varnarlega vorum við ekki góðar í fyrri hálfleik, eins og ég hafi heyrt þetta áður í vetur.  Mér skilst að þjálfarinn hafi ekki verið sáttur við varnarleikinn í fyrri hálfleik og lagði áherslu á að laga það í þeim síðari. Staðan í hálfleik 9-14.  Ekkert slæmt að fá á sig 9 mörk og nokkuð gott að setja 14 mörk þannig að þetta var ekkert slæmt.
Stelpurnar tóku vel við sér varnarlega í síðari hálfleik og skelltu hreinlega í lás, við fengum á okkur 5 mörk í síðari hálfleik sem verður að teljast mjög gott.  Markvarslan kom með og var góð í leiknum við með 16-17 varða bolta í leiknum, Guðrún með festa af þeim.  Við kláruðum þennan leik sem sé örugglega, lokatölur á Akureyri í dag, 14-26.  Margir að spila vel og markaskorum dreifðist mikið. Finn leikur og mikilvægt að klára svona leiki af öryggi.  Sigurbjörg var með 5 mörk, Steinunn 4, Hekla, Ragnheiður og Hulda með 3 kvikindi en aðrir minna.
Nú tekur við hörku “program” hjá okkar stelpum, við eigum Fylki á heimavelli strax eftir páska svo taka við leikir við Gróttu og Val sem er síðasti leikur okkar í deildinni.  Það er því ljóst að við þurfum að spila vel á lokakaflanum til að tryggja okkur heimaleikja rétt í úrslitakeppninni.
Flottur sigur í dag og ég hvet alla FRAMara til að mæta í Safamýrina á þriðjudag þegar við fáum Fylki í heimsókn. Það verður hörkuleikur.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0