Leikurinn í kvöld var hörkuleikur, Fylkisstelpur byrjuðu betur en við náðum að jafna leikinn eftir c.a 10 mín í 4-4. Ekki mikið skorað til að byrja með, við að fara illa með góð færi en góð barátta í okkar liði. Við náðum svo smátt og smátt yfirhöndinni í þessu leik án þess þó að ná að slíta okkur frá þeim af einhverju marki. Við vinnum oft mjög vel varnarlega en það vantaði eitthvað drápseðli í liðið til að klára og halda út. Annars var leikur okkar góður í þessum hálfleik en áttum mörguleika á því að vera meira yfir í hálfleik, staðan í hálfleik 14-13. Hörku handboltaleikur, bara gaman að sitja á pöllunum og spenna fyrir þeim síðari. Sigurbjörg og Ragnheiður að skora mest, Guðrún góð í markinu.
Síðari hálfleikur stóð undir væntingum, við byrjuðum vel, spiluðum virkilega góða vörn, fengum á okkur 2 mörk fyrstu 11 mín. í hálfleiknum. Staðan eftir 11 mín. 19-15, fórum samt með nokkur góð færi en lögðum grunninn að góðum sigri á þessum kafla. Það var lítið skorað það sem eftir lifði leiks, bæði lið léku sterkan varnarleik en gekk ekki vel sóknarlega. Við náðum að halda okkar forskoti og Fylkir náði aldrei að ógna okkur að neinu marki, lokatölur í kvöld 23-20. Flottur sigur, góð barátta í okkar liði og margt gott í okkar leik, sóknarlega getum við þó bætt okkur. Sigurbjörg var að spila vel, gerði 8 mörk í kvöld, Ragnheiður 4 öll í fyrri hálfleik og Steinunn 3 aðrar minna. Guðrún var góð í þessum leik, varði vel allan leikinn og sérstaklega þegar á reyndi. Flottur sigur og við þurfum að byggja á þessu í næstu leikjum. Næsti leikur er á laugardag gegn Gróttu á nesinu, það verður eitthvað, sjáumst.
ÁFRAM FRAM
P.s fullt af flottum myndum http://frammyndir.123.is/