Strákarnir okkar í handboltanum léku í kvöld sínn síðasta leik í deildarkeppni Íslandsmótsins, leikið var á heimavelli gegn Akureyri. Það var bara þokkalega mætt og heyrðist ágætlega í strákunum á trommunum. Þessi leikur var mikilvægur fyrir okkar, við lékum ágætlega í síðasta leik og þurftum á því að halda að ná sigri fyrir úrslitakeppnina.
Við byrjuðum ágætlega í kvöld, liðin aðeins að þreyfa hvort á öðru en við tókum strax frumkvæðið með kraftmiklum varnarleik, staðan eftir 10 mín. 5-3. Við bættum við næstum mínútur, vörnin góð og náðum að fylgja því eftir í sókninni, staðan eftir 20 mín. 9-5, Finn kafli hjá okkur, fjölbreytt mörk og kraftur í okkar leikmönnum. Lokakafli fyrri hálfleiks var aftur það slakasta sem við sýndum í þessum leik, smá klaufagangur í okkar varnarleik og við misstum aðeins dampinn sóknarlega. Staðan í hálfleik 11-9.
Ágætur hálfleikur í heildina séð, vörnin góð að mestu, Kristófer á pari og sóknarleikurinn ágætur framan af.
Við byrjuðum svo síðari hálfleikinn vel, leikmenn einbeyttir og baráttan til fyrirmyndar. Við gáfum enginn færi á okkur og keyrðum upp hraðan, það skilaði góðum mörkum ásamt því að varnarleikurinn gekk vel. Staðan eftir 40 mín. 15-11. Við náðum að halda sama kraftur næstu mínútur og náðum að auka við okkar forrustu, staðan eftir 50 mín. 19-13. Þarna kláruðum við þennan leik, það var gaman að horfa á okkar lið, gleði, kraftur og smá geðveiki sem er uppskrift að góðum úrslitum. Við kláruðum þennan leik sannfærandi og norðanmenn algjörlega ráðalausir. Lokatölur öruggur sigur 25-17.
Leikurinn í heild góður, barátta í liðinu allan leikinn, vörnin góð, Kristó góður og vaxandi allan leikinn, sóknarlega vorum við frískari en oft áður, meiri hraði, agi og öryggi yfir okkar leik. Það var gríðarlega gott að enda mótið á sigri, gefur okkur búst fyrir úrslitakeppnina þar sem við mætum Val. Það er algjörlega ljóst að við getum unnið öll lið í úrslitunum en til þess þurfa allir að spila eins og í kvöld og aðeins betur. Flottur leikur drengir, nú hefst nýtt mót þar sem allt getur gerst en bara ef við viljum og ætlum.
Sjáumst að Hlíðarenda eftir tvær viku.
ÁFRAM FRAM
Fullt af flottum myndum á http://frammyndir.123.is/pictures/ síðar í kvöld.