fbpx
Stefano vefur

FRAM fær tvo öfluga leikmenn

StefanoGuðlaugur HlynurStefano Layeni ítalsk/nígerískur markvörður hefur gert samning við FRAM út þessa leiktíð. Stefano er 33 ára og  á að baki leiki í þremur efstu deildum Ítalíu. Í A-deild með Como, í B-deild með Albinoleffe og í C-deild með Prato og Benevento.
Stefano er kominn með leikheimild og gæti leikið í markinu á morgun laugardag þegar við mætum ÍBV í Úlfarsárdalnum.

Gunn­laugur Hlynur Birg­is­son gekk í dag í raðir FRAM en hann kemur á láni frá Breiðabliki.
Gunn­laug­ur er tví­tug­ur miðjumaður og lék um skeið með ung­linga- og varaliði Club Brug­ge í Belg­íu. Hann sneri aft­ur til Breiðabliks og spilaði tvo fyrstu leiki Kópa­vogsliðsins í Pepsi-deild­inni síðasta vor en var svo lánaður til Vík­ings í Ólafs­vík.

FRAMarar bjóða þá Stefano og Guðlaug velkomna í FRAM.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!