Stefano Layeni ítalsk/nígerískur markvörður hefur gert samning við FRAM út þessa leiktíð. Stefano er 33 ára og á að baki leiki í þremur efstu deildum Ítalíu. Í A-deild með Como, í B-deild með Albinoleffe og í C-deild með Prato og Benevento.
Stefano er kominn með leikheimild og gæti leikið í markinu á morgun laugardag þegar við mætum ÍBV í Úlfarsárdalnum.
Gunnlaugur Hlynur Birgisson gekk í dag í raðir FRAM en hann kemur á láni frá Breiðabliki.
Gunnlaugur er tvítugur miðjumaður og lék um skeið með unglinga- og varaliði Club Brugge í Belgíu. Hann sneri aftur til Breiðabliks og spilaði tvo fyrstu leiki Kópavogsliðsins í Pepsi-deildinni síðasta vor en var svo lánaður til Víkings í Ólafsvík.
FRAMarar bjóða þá Stefano og Guðlaug velkomna í FRAM.