fbpx
kristófer vefur

Kristófer Fannar með 4 mörk og 3 stig í Olísdeild karla, kíktu á þetta.

Kristo gegn ibvNú þegar deildarkeppni karla er lokið er ekki úr vegi að rifja upp skemmtileg atvik. Kristófer Fannar Guðmundsson markvörður FRAM hefur verið iðinn við það í vetur að skora mörk. Ekki að drengurinn hafi drifið sig í sóknina heldur hefur þessi nýja aðferð að leika með sjö leikmenn í sókn boðið upp að það að skora yfir endilangann völlinn þegar enginn er markvörðurinn í liði andstæðinganna.  Þetta hefur Kristó nýtt sér vel í vetur og er nú markahæsti markmaður Olísdeildarinnar með 4 mörk.  Kristó náði svo því skemmtilega afreki í leik gegn FH um daginn að skora körfu í handboltaleik.  Dómarar leiksins urðu ekki varir við körfuna og því hafði hún ekki áhrif á gang leiksins og engin 3 stig í hús fyrir FRAM því skotið er klárlega fyrir utan þriggja stiga línuna.
Hérna er video af atvikinu, https://youtu.be/VNrfeSFFiK4
Kristó ver skot úr hægra horni, boltinn fer í háum boga upp undir loft og karfa góð. Kristó er þannig líka sá leikmaður sem hefur skorað flestar körfur í handboltaleikjum vetrarins.
Geri aðrir betur.

Magnús Birgisson sem hefur tekið upp flesta leiki meistaraflokka FRAM í vetur sendi okkur þetta skemmtilega video og þökkum við Magnúsi fyrir það og alla aðstoðina í vetur.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email