Stelpurnar okkar í handboltanum sóttu Gróttu heim í Olísdeild kvenna í dag. Það var slæðingur af fólki á svæðinu og alltaf mætir okkar kjarni á alla leiki, sannarlega frábærir stuðningsmenn sem við eigum.
Leikurinn byrjaði vel, mikill kraftur í okkar stelpum og staðan 1-5 eftir 6 mín. og 3-6 eftir 10 mín. Ljóst að við ætluðum að gefa allt í þennan leik. Kannski var spennan aðeins of mikil á næstu mínútum því við töpuðum boltanum full oft og lítið skorað á kafla. Héldum samt frumkvæðinu og staðan eftir 20 mín. 5-10. Hefðum átt að gera betur á þessum kafla. Það var bullandi fjör það sem eftir lifði hálfleiksins, dálítið um misstök en frábær kraftur í okkar stelpum sem gáfum aldrei færi á sér og staðan í hálfleik 7-14. Við góðar bæði í vörn og sókn ásamt því að Guðrún var að verja vel. Flottur fyrri hálfleikur.
Við byrjuðum ekki nógu vel í síðari hálfleik, við eitthvað að flýta okkur og fát á okkar konum, við gerðum eitt mark fyrstu 10 mín. í síðari hálfleik, staðan eftir 40 mín. 12-15. Við náðum svo að laga okkar leik, fleiri leikmenn að skora og við náðum að halda Gróttu í 3-4 mörkum, staðan eftir 50 mín. 18-21. Grótta gerði svo áhlaup á okkur það sem eftir lifði hálfleiksins en við náðum alltaf að halda þeim frá okkur staðan þegar þrjár mín. voru eftir 20-23. Loka mínúturnar voru svo hrikalega spennandi en við náðum að klára þennna leik af harðfylgi, lokatölur 23-24. Flottur leikur hjá okkar stelpum, þá sérstaklega fyrri hálfleikur þar sem margir voru að leika vel. Sterkt að vinna á þessum velli og sýnir okkur að við getum unnið alla á góðum degi. Ragnheiður setti 8 mörk, Steinunn 6 og Hulda 4, Sigurbjörg 3 og Guðrún með 13 bolta varða. Næsti leikur er á heimavelli í Safamýrinni gegn Val á miðvikudag, sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM