fbpx
Ragnheiður gegn Fylki vefur

Góður FRAM sigur á Gróttu í Olísdeild kvenna

Steinunn gegn Fylki godStelpurnar okkar í handboltanum sóttu Gróttu heim í Olísdeild kvenna í dag.  Það var slæðingur af fólki á svæðinu og alltaf mætir okkar kjarni á alla leiki, sannarlega frábærir stuðningsmenn sem við eigum.
Leikurinn byrjaði vel, mikill kraftur í okkar stelpum  og staðan 1-5 eftir 6 mín.  og 3-6 eftir 10 mín.  Ljóst að við ætluðum að gefa allt í þennan leik.  Kannski var spennan aðeins of mikil á næstu mínútum því við töpuðum boltanum full oft og lítið skorað á kafla. Héldum samt frumkvæðinu og staðan eftir 20 mín. 5-10. Hefðum átt að gera betur á þessum kafla.  Það var bullandi fjör það sem eftir lifði hálfleiksins, dálítið um misstök en frábær kraftur í okkar stelpum sem gáfum aldrei færi á sér og staðan í hálfleik 7-14. Við góðar bæði í vörn og sókn ásamt því að Guðrún var að verja vel.  Flottur fyrri hálfleikur.
Við byrjuðum ekki nógu vel í síðari hálfleik, við eitthvað að flýta okkur og fát á okkar konum, við gerðum eitt mark fyrstu 10 mín. í síðari hálfleik, staðan eftir 40 mín. 12-15. Við náðum svo að laga okkar leik, fleiri leikmenn að skora og við náðum að halda Gróttu í 3-4 mörkum, staðan eftir 50 mín. 18-21.  Grótta gerði svo áhlaup á okkur það sem eftir lifði hálfleiksins en við náðum alltaf að halda þeim frá  okkur staðan þegar þrjár mín. voru eftir 20-23.  Loka mínúturnar voru svo hrikalega spennandi en við náðum að klára þennna leik af harðfylgi, lokatölur 23-24.  Flottur leikur hjá okkar stelpum, þá sérstaklega fyrri hálfleikur þar sem margir voru að leika vel.  Sterkt að vinna á þessum velli og sýnir okkur að við getum unnið alla á góðum degi.  Ragnheiður setti 8 mörk, Steinunn 6 og Hulda 4, Sigurbjörg 3 og Guðrún með 13 bolta varða.  Næsti leikur er á heimavelli í Safamýrinni gegn Val á miðvikudag, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!