fbpx
FRAM - Grindavík 034

Jafnt í markaleik í Lengjubikar karla

FRAM - Grindavík 034Mikið markajafntefli 5-5 var niðurstaðan í síðasta leik okkar Framara í Lengjubikarnum þetta árið en leikið var í Úlfarsárdalnum. Þetta var eins og tölurnar gefa til kynna ótrúlegur leikur og miðað við færi hefðu mörkin auðveldlega getað verið mun fleiri. Svona raðaðist þetta niður:

1-0 Atli Fannar Jónsson (‘3)
2-0 Ingólfur Sigurðsson (‘6)
2-1 Elvar Ingi Vignisson (’17)
3-1 Atli Fannar Jónsson (’23)
3-2 Benedikt Októ Bjarnason (’25)
3-3 Elvar Ingi Vignisson (’34)
3-4 Elvar Ingi Vignisson (’39)
4-4 Gunnlaugur Hlynur Birgisson (’46)
4-5 Elvar Ingi Vignisson (’56)
5-5 Ingólfur Sigurðsson (’66)

Við byrjuðum þennan leik af miklum krafti og vorum komnir í 2-0 eftir 6 mín leik. Fyrst Atli Fannar eftir góða sókn hægra megin þar sem Orri átti góða þversendingu sem Atli kláraði af stuttu færi. Mjög vel gert.  Svo tvöfaldaði Ingólfur forystuna með marki sem skrifast á markvörð Eyjamanna sem missti laust skot Ingólfs í netið.  En áfram hélt fjörið og Eyjamenn skora eftir að okkur mistókst illa að hreinsa frá markinu okkar og  okkur refsað. Staðan orðin 2-1 eftir 10 mín.  Atli Fannar kemur okkur svo í 3-1 með laglegu marki.  IBV skorar svo í næstu sókn mark sem ekki átti að standa enda um kolrangstöðu að ræða.  Eyjamenn jafna svo eftir um hálftíma leik og staðan orðin 3-3 . Undir lok fyrri hálfleiks komast svo Eyjamenn yfir  3-4 og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Við komum frískir inn í  seinni hálfleik og Gunnlaugur skoraði mark eftir klafs í teignum og jafnar metin. En  Eyjamenn komust í 4-5 eftir mistök í vörn okkar.  Ingólfur sá svo um að jafna þennan leik í 5-5 eftir góða sókn og undirbúning frá Gunnlaugi.
Þetta var hörkuleikur jafnra liða.  Það er  enn verið að færa menn til og spila mismunandi leikkerfi. Við spiluðum 3-5-2 í fyrri hálfleik og að mínum mati þá ræður liðið ekki við það. Það myndaðist  allt of mikið pláss fyrir leikmenn IBV og þeir náðu auðveldlega að  kom sér í færi. Við erum að fá á okkur allt of mörg mörk og við verjumst ekki vel sem lið.  Keflavík skoraði einnig 5 mörk á okkur í síðasta leik  Í seinni hálfleik var stillt upp 4-4-2 og það gekk mun betur.  Við þurfum hinsvegar að loka svæðum miklu betur og valda inn í teig
Það var margt jákvætt í þessu, menn voru að leggja sig fram og það var barátta í strákunum, við sköpuðum fullt af færum og við skorðum einnig mörk.  Sóknarlega vorum við mun frískari en í undanförnum leikjum. Við vorum að leika við lið úr Pepsí deildinni og það var ekki að sjá mikinn getumun á liðunum.  Þegar búið er að slípa þetta til getur vonandi ýmislegt gerst.  Gunnlaugur Hlynur Birgisson var að leika sinn fyrsta leik og hann lofar góðu, yfirvegaður og sterkur á miðsvæðinu.  Þá lék Stefano Layeni sinn fyrsta leik fyrir Fram og erfitt að meta hann af þessum leik og verður seint sakaður um mörkin.

Liðið: Stefano-Sigurpáll-Hafþór Þ-Arnór A-Indriði-Orri-Ingólfur-Hlynur-Gunnlaugur-Atli Fannar-Hilmar.
Komu inn á: Brynjar B-Kristófer-Brynjar K-Alexander Már-Kristján-Hafþór Mar

Fréttaritari FRAM

G.Hoddle

 

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!