Stelpurnar okkar í fótboltanum léku í dag gegn Keflavík í Lengjubikarnum en leikið var í Egilshöll. Liðið tekur breytingum frá leik til leiks og pínu erfitt að stilla upp liði en liðið er klárlega að koma til.
Eins og venjulega var fátt að fylgjast með þessum leik og fólkið sem kemur týnist um allt hús. Hálf leiðinlegt að spila í þessu húsi á svona flottum degi þó oftast sé gott að eiga skjól í húsinu.
Leikurinn í dag byrjaði illa, við fengum á okkur mark strax á 3 mín. úr vítaspyrnu, algjör óþarfi. Leikurinn var svo í jafnvægi úti á vellinum en við fengum á okkur flott sjálfsmark á 17 mín. bölvuð óheppni og staðan orðin 0-2. Við fengum svo á okkur mark á 36 mín. sem rétt missti af og staðan í hálfleik 0-3. Við lágum svo sem aftarlega í þessum leik er staðan í hálfleik var ekki eftir gangi leiksins algjör óþarfi að vera svona mikið undir í hálfleik, því leikurinn var í jafnvægi úti á velli.
Við byrjuðum betur í síðari hálfleik, eins að við þurfum stundum tíma til að koma liðinum saman og að leikmenn hafi fulla trú á sjálfum sér. Hulda Mýrdal setti gott mark á 52 mín. og við vel inni í leiknum. En um leið og við fórum að hreyfa liðið til með inná skiptingum þá riðlaðist okkar leikur og við fengum á okkur tvö mörk á stuttum tíma á 77 mín. og 80 mín. Það urðu svo úrslit leiksins, lokatölur 1-5 tap.
Ekkert við þessu að segja við þurfum meiri tíma til að mynda lið og slípa liðið til, við eigum margar góðar stelpur og við þurfum að gefa þessu tíma. Það er stutt í næsta leik sem verður í Úlfarsárdalnum á miðvikudag endilega látið sjá ykkur og hvetjum stelpurnar okkar.
ÁFRAM FRAM