Strákarnir okkar í 2. fl.karla urðu í gær deildarmeistarar í handbolta þegar þeir unnu sigur á Haukum í síðasta leik deildarkeppninnar. Það var ljóst fyrir þennan leik að við urðum að vinna til að tryggja okkur sigur í deildinni en tap hefði þýtt að við yrðum að treysta á önnur lið sem er aldei gott. Strákarnir gerðu vel og unnu sigur á heimavelli því standa þeir uppi sem sigurvegarar.
Það að vinna deildina er oftast talið erfiðast því þar þarf að spila marga leiki og núna eru þeir að uppskera fyrir vinnu vetrarins.
Úrslitakeppni 2. fl.ka hefst svo fljótlega en ekki er ljóst hvaða liði við mætum næst.
Til hamingju með deildarmeistaratitilinn FRAMarar.
ÁFRAM FRAM .