fbpx
Hekla gegn gróttur vefur

Hörku flottur FRAM sigur á heimavelli í Olísdeild kvenna

Ragnheiður gegn HKStelpurnar okkar í handboltanum mættu í kvöld Val á heimavelli í lokaumferð deildarkeppni Olísdeildarinnar.  Það var vel mætt af okkar fólki og virkilega góð stemming á pöllunum.
Við byrjuðum frekar hægt í þessum leik og vorum smá tíma að vinna okkur inn í leikinn. Við eltum fyrstu mínútur leiksins og náðum ekki að jafna fyrr en  á 11 mín. 5-5.  Þá tókum við frumkvæðið og vorum yfir  8-6, þegar 18 mín. voru liðnar en Valur náði að jafna í 8-8 eftir 20 mín.  Pínu klaufar að gera ekki betur en áttum möguleika á því að bæta við.   Það sem eftir lifði hálfleiks var jafnt á nánast öllum tölum en við náðum ekki að jafna í okkar síðustu sókn fyrir hálfleik, staðan í hálfleik 10-11.  Ágætur hálfleikur, sóknarlega þurfum við að gera betur þ.e að nýta góð færi mun betur, varnarleikur okkar batnaði þegar leið á hálfleikinn og ljóst að þessi leikur yrði spennandi til loka.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn vægar sagt illa, margar vondar ákvarðanir voru teknar á fyrstu 5 mín. hálfleiksins og staðan eftir 35 mín. 10-15.  Þá var Stefáni nóg boðið og boðaði fund,  sá fundur skilað 6 mörkum í röð og við breyttum stöðunni í 16-15.  Margir leikmenn að skila mörkum og ljómandi barátta í okkar stúlkum.  Við héldum forrustunni og staðan 18-16, eftir 50 mín.  Við spiluð vel það sem eftir lifði leiks, vörnin var góð og sóknarleikurinn agaður að mestu.  Við lönduðum svo sætum sigri í þessu síðasta leik deildarkeppninnar, lokatölur 22-19.  Liðið okkar var að spila vel að mestu,  varnarlega vorum við góðar, Ragnheiður var frábær í sókninni og sóknarleikurinn gekk vel í síðari hálfleik fyrir undan byrjunina.
Markvarslan hefur kannski verið betri en margar vörslur hjá Guðrúnu og Hafdísi góðar og á mjög mikilvægum augnablikum sem skiptir oft mestu.  Flottur leikur stelpur, sterkt að klára þennan leik svona fyrir úrslitakeppnina og ljóst að við getum unnið öll lið ef við ætlum.  Held að það sé ljóst að þar munum við mæta eyjastelpum, það verður eitthvað að fylgjast með þeim leikjum, Usssss…..  Vel gert steplur.

ÁFRAM FRAM

Fullt af flottum myndum koma á vefinn http://frammyndir.123.is/pictures/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!