Stelpurnar okkar í fótboltanum mættu í kvöld Augnablik í Lengjubikarnum, leikið var á heimavelli í Úlfarsárdal við dásamlegar aðstæður, logn, blautt og vor í lofti, verður ekki betra.
Það voru því ekki slæmar aðstæður sem ollu því að við byrjum ferlega illa í þessum leik, ætlum ekki að ná að byrja leiki vel eins og er. Við fengum á okkur tvo mörk strax í byrjum leiks eða á 7 og 17 mín. mjög erfitt að byrja svona. Við náðum svo að vinna okkur inn í leikinn en vorum smá tíma að jafna okkur eftir þessa erfiðu byrjun.
Staðan í hálfleik 0-2.
Síðari hálfleikur var eins og í síðasti leik mun betri en sá fyrri, við sóttum svo sem ekki mikið en leikurinn í jafnvægi úti á velli. Við náðum því miður ekki að skapa mikið af færum áttum ekki nema nokkur skot á rammann, vorum ekki mjög líklegar til að skora mikið í þessum leik. Við fengum svo á okkur mark á 87 mín, lokatölur í kvöld 0-3.
Eins og ég hef sagt áður þá þurfum við að vinna í okkar málum en það tekur tíma.
Næsti leikur er mánudaginn 18. apríl í Breiðholtinu gegn ÍR, sjáumst þá.
ÁFRAM FRAM