fbpx
FRAM Keflavik DB kv vefur

Tap á heimavelli í Lengjubikar kvenna

Fram-BÍ og HKVik 051Stelpurnar okkar í fótboltanum mættu í kvöld Augnablik í Lengjubikarnum, leikið var á heimavelli í Úlfarsárdal við dásamlegar aðstæður, logn, blautt og vor í lofti, verður ekki betra.
Það voru því ekki slæmar aðstæður sem ollu því að við byrjum ferlega illa í þessum leik, ætlum ekki að ná að byrja leiki vel eins og er. Við fengum á okkur tvo mörk strax í byrjum leiks eða á 7 og 17 mín. mjög erfitt að byrja svona.  Við náðum svo að vinna okkur inn í leikinn en vorum smá tíma að jafna okkur eftir þessa erfiðu byrjun.
Staðan í hálfleik 0-2.
Síðari hálfleikur var eins og í síðasti leik mun betri en sá fyrri, við sóttum svo sem ekki mikið en leikurinn í jafnvægi úti á velli.  Við náðum því miður ekki að skapa mikið af færum áttum ekki nema nokkur skot á rammann, vorum ekki mjög líklegar til að skora mikið í þessum leik.  Við fengum svo á okkur mark á 87 mín, lokatölur í kvöld 0-3.
Eins og ég hef sagt áður þá þurfum við að vinna í okkar málum en það tekur tíma.
Næsti leikur er mánudaginn 18. apríl í Breiðholtinu gegn ÍR, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!