Knattspyrnudeild Fram hefur samið til tveggja ári við hinn öfluga leikmann Arnar Svein Geirsson. Arnar er 25 ára miðju- og sóknarmaður og hefur góða reynslu bæði úr Pepsí og 1.deild. En hann lék við góðan orðstýr hjá Val og einnnig með Víkingum frá Ólafsvík.
Hann hefur verið í námi í Bandaríkjunum og kemur til liðs við leikmannahóp Fram núna í lok apríl.
Við Framarar bjóðum Arnar Svein innilega velkominn
Stjórn knattspyrnudeildar FRAM