Bæði karla og kvenna lið FRAM leika í 8 liða úrslitum Olísdeildarinnar þetta árið og því fylgir alltaf spenna. Stelpurnar okkar hefja leik á miðvikudag 13. apríl þegar þær fá ÍBV í heimsókn í Safamýrina.
Strákarnir hefja leik degi síðar eða fimmtudaginn 14 apríl þegar þeir mæta Val að Hlíðarenda.
Leikið er nokkuð þétt og næstu leikir verða svo helgina 16 og 17 apríl. ef til oddaleikja kemur en vinna þarf tvo leiki í 8 liða úrslitum verða þeir leikir leiknir 18 og 19 apríl.
Við hvetjum FRAMara til að mæta á þessa leiki og hvetja okkar flotta íþróttafólk til sigurs.
Hér má sjá okkar leiki á næstunni.
Mið. 13.apr.2016 | 19.30 | Úrslit Olís kv | M.fl.kv. | Framhús | Fram – ÍBV | ||
Fim. 14.apr.2016 | 19.30 | Úrslit Olís ka | M.fl.ka. | Valshöllin | Valur – Fram | ||
Lau. 16.apr.2016 | 16.00 | Úrslit Olís kv | M.fl.kv. | Vestmannaeyjar | ÍBV – Fram | ||
Sun. 17.apr.2016 | 16.00 | Úrslit Olís ka | M.fl.ka. | Framhús | Fram – Valur | ||
Mán. 18.apr.2016 | 19.30 | Úrslit Olís kv | M.fl.kv. | Framhús | Fram – ÍBV | ||
Þri. 19.apr.2016 | 19.30 | Úrslit Olís ka | M.fl.ka. | Valshöllin | Valur – Fram |
ÁFRAM FRAM