fbpx
Steinunn gegn ibv vefur

Tap gegn eyjastúlkum í fyrsta leik okkar í 8 liða úrslitum

Guðrún gegn FH IIStelpurnar okkar í handboltanum mættu í kvöld ÍBV í 8 liða úrslitum Olísdeildar kvenna. Það var góð mæting á leikinn og fín stemming í húsinu.  Gaman þegar svona margir láta sjá sig, það gerir leikinn svo miklu skemmtilegri, vel gert FRAMarar.
Stelpurnar okkar voru hinsvegar ekki nægjanlega frískar í leiknum í kvöld, það gekk hvorki né rak í okkar sóknarleik og við settum 2 mörk á fyrstu 10 mín leiksins.  Við voru alls ekki nógu grimmar og gerðum því miður mikið af mistökum sóknarlega.  En þrátt fyrir að byrja illa var staðan 2-4 eftir 10 mín.  Við náðm svo smátt og smátt að vinna okkur inn í leikinn og þá fyrst og fremst með góðri vörn og markvörslu. Staðan 6-6 eftir 20 mín.  Við tókum svo frumkvæðið í leiknum það sem eftir lifði hálfleiks og vorum yfir allt til loka hálfleiksins en hefðum getað gert betur.   Ragnheiður setti 3-4 mörk á þessum kafla og það munaði um það, staðan í hálfleik 12-11.  Ekki góður hálfeikur hjá okkar stúlkum og ljóst að við þyrftum að gera betur í þeim síðari.
Það gerðist því miður ekki við byrjum aftur illa sóknarlega, gerðum mikið af misstökum og vörnin var ekki eins góð.  Staðan eftir 40 mín. 15-16.  Við lékum mjög illa næstu 10 mín eða svo, það gekk ekkert sóknarlega við gerðum ekki mark í rúmlega 10 mín, staðan eftir 50 mín. 15-19.  Mjög vondur kafli hjá okkar stúlkum.  Þrátt fyrir þessa spilamennsku vorum við enn inni í leiknum, náðum að setja tvo mörk í röð en það gekk fátt upp í okkar leik í framhaldinu.  Við náum bara aldrei tökum á leiknum og það fór þannig að við töpuðum þessum leik 21-23.
Ég held að við ættum ekkert að vera að velta okkur mikið upp úr þessum leik, við náðum okkur aldrei á strik, vörnin var samt ágæt á köflum, Guðrún ágæt í markinu en alltof margt gekk illa.  Það vantaði meiri stemmingu í liðið, það verður að koma frá leikmönnum sjálfum og ég er sannfærður um að við fáum að sjá það í næsta leik.
Það er búið að stilla okkur upp við vegg, við verðum að sigra í eyjum á laugardag annars erum við úr leik.
Stelpur upp með hausinn og kassann, við getum miklu betur en þetta og ég er sannfærður um að við fáum að sjá hörkuleik í eyjum á laugardag.

ÁFRAM FRAM

P.s það koma myndir úr leiknum á eftir http://frammyndir.123.is/pictures/   kíktu við.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!