fbpx
Kristofer gegn Akureyri vefur

Tap að Hlíðarenda í tví framlengdum hörkuleik

Valur - FRAM  úrslitStrákarnir okkar í handboltanum hófu leik í 8 liða úrslitum Olísdeildarinnar í kvöld þegar þeir mættu Val að Hlíðarenda. Það var þokkalega mætt á leikinn og örugglega 40% af þeim úr okkar röðum sem er mjög gott.  Flott mæting hjá okkar fólki á þennan leik, takk fyrir það FRAMarar.
Við byrjuðum leikinn í kvöld frekar illa, varnarlega vorum við ekki að finna taktinn og klukkuðum varla Hlíðarenda gaurana sem skoruðu full auðveldlega. Sóknarlega vorum við lengi í gang og lítið skorað. Staðan eftir 10 mín. 5-4.  Við vorum sem sé lengi í gang, vorum ekki alveg að finna taktin og það vantaði framlag frá fleiri leikmönnum. Gulli tók leikhlé í stöðunni 8-4 enda ekkert annað að gera en vekja mannskapinn, það tókst.  Leikur okkar batnaði það sem eftir lifði hálfleiksins, góður stígandi í liðinu.  Staðan eftir 20 mín. 9-6.  Við fengum framlag frá fleiri leikmönnum og það létti á sóknarleiknum ásamt því að vörnin fór að virka. Við náðum svo að setja smá pressu á Hlíðarenda liðið og laga stöðuna fyrir hálfleik, staðan eftir 30 mín. 12-10. Andstæðingarnir mun betri í fyrri hálfleik en við á réttri leið, góður stígandi í liðinu.
Við byrjuðum vel eftir hlé, vorum góðir í vörninni og vorum búnir að jafna leikinn eftir 3 mín. í síðari hálfleik, flottur kraftur í okkar mönnum og ljóst að við ætluðum að gefa allt í þennan leik.  Staðan eftir 40 mín. 14-15. Þar með vorum við komnir með frumkvæðið en jafnt á öllum tölum næstu mín, við samt með gott tak á leiknum, staðan eftir 50 mín. 16-17.  Við hefðu getað gert betur en spennustigið var hátt og við pínu klaufar sóknarlega. Leikurinn var áfram í járnum og jafnt á flestum tölum en við á undan að skora,  náðum muninum í tvo mörk 18-20 þegar 3 mín voru eftir en náðum ekki að klára þennan leik þrátt fyrir að fá til þess færi. Hlíðarenda gaurarnir jöfnu svo leikinn úr víti eftir að leiktímanum lauk, lokatölur í venjulegum leiktíma 20-20.  Vorum klaufar í síðustu sókninni, víti dæmt þegar leiktíminn var úti á brot sem var ekkert. Grátlegt að klára þetta ekki.
Það var því framlengt og þá má ekkert klikka, við misstum frumkvæðið og leikur liðsins datt aðeins niður, sérstaklega sóknarlega þar sem við þurftum að hafa mikið fyrir okkar mörkum en jafnt eftir 70 mín. 25-25 og því þurfti að framlengja aftur.  Góð barátta í okkar mönnum og karakter, vel gert.
Við gerðum of mikið af mistökum í annarri framlengingu og það varð okkur að falli, staðan eftir 75 mín. 27-25. Þegar tíminn er svona lítill er svigrúmið lítið og við náum ekki að vinna þennan mun upp og niðurstaðan í kvöld var tap eftir 80 mín leik. Lokatölur í kvöld 30-28.
Við lékum flottan leik í kvöld en vorum klaufar að klára hann ekki í venjulegum leiktíma. Þessi leikur segir okkur að við getum unnið alla þegar við leggjum allt í leikinn og ég sá gömlu góðu geðveikina á löngum köflum í þessum leik. Það er eitthvað sem mig langar að sjá meira af.  Margir að spila vel en til að klára svona seríu þurfum við að fá auka framlaga frá öllum og það vill ég sjá í næsta leik á heimavelli á sunnudag kl. 16:00. “Strákar” þið getið allt sem þið viljið.
Dómarar leiksins voru að mínu mati slakir og margt af því sem þeir afrekuðu í kvöld var óskiljanlegt með öllu. Ósamræmið algjört og skilningur á leiknum því miður takmarkaður en það er ekki hægt að kenna mönnum, það snýst um tilfinningu fyrir leiknum. Ferlegt að fá ekki betri frammistöðu í úrslitakeppni Íslandsmótsins.

Hvet alla FRAMara til að mæta í FRAMhúsið á sunnudag kl. 16:00, það verður alvöru “bikarleikur” allt eða ekkert. Hvetjum okkar menn til sigurs og mætum öll í bláu.
Það verðum stuð í Safamýrinni á sunnudag ekki missa af þessum leik.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!