fbpx
Spánn vefur

Vel heppnuð æfingaferð FRAM til Spánar

Spánn 2016 fundurSpánnLiði gegn Selfoss spánn 2016Heilir og sælir Framarar

Dagana 6.- 13.apríl fór meistaraflokkur Fram í æfingaferð til Spánar, nánartiltekið Montecastillo sem er í Cadiz-héraðinu og stutt frá Sevilla.  Þarna voru 24 leikmenn og æfðu þeir tvisvar á dag auk þess að leika tvo æfingaleiki.

Fyrstu fjóra dagana var brakandi blíða, um það bil 26 stiga hiti og sól.  Næstu daga fór að rigna með köflum eins og veðurfræðingarnir kalla það.

Fyrri æfingaleikurinn var gegn liði Selfoss og þar mættu sunnlendingarnir með sitt allra sterakasta lið.  Okkar piltar náðu forystunni með marki frá Indriða Þorlákssyni en Selfoss jafnaði um miðjan seinni hálfleik. Það var síðan Brynjar Kristmundsson sem skoraði sigurmark Fram, 2-1, þegar um tíu mínútur voru til leiksloka með stórglæsilegu marki, skoti af um 20 metrum í bláhornið.

Daginn eftir var æft af krafti við bestu aðstæður.  Þegar ferðin var hálfnuð var inntaka nýliða í hópinn og okkur í fararstjórn skilst að þeir hafi verið um 17 að tölu. Strákanrir áttu þá frábæru hugmynd að vera með karaoke og lukkaðist það fullkomlega.  Fararstjórn telur að sigurvegarinn hafi verið Zeljko aðstoðarþjálfarinn okkar. Hann gjörsamlega fór á kostum og það er ætlun fararstjórnar að sýna sigursönginn við réttar aðstæður, ef þannig má að orði komast.

Hér skal skotið inn sögu um leiðsögn Ásmundar.  Þannig er mál með vexti að áður en haldið var í karaoke keppnina fengu menn sér að borða á frábærum steikarstað sem Ási var búinn að benda á, eftir vini sínum Gústa púst, Ágústi Gylfasyni. Farastjórnin hélt af stað en leikmennirnir fóru á undan. Lengi vel eltum við leigubíl leikmanna en svo misstum við af honum. Ási var með link á staðinn en Gústi sendi honum þennan link.  Við vorum alveg að koma á staðinn en það var ákveðið að leggja bílnum í bílastæðahúsi. Allt í góðu með það. Síðan var Ási með símann á lofti til að fylgja eftir linknum frá Gústa og allt í einu vorum við komnir, en enginn steikarstaður. Þarna snérist fararstjórn í marga hringi þar til einn spurði Ása hvert nafnið á staðnum væri. Ási hafði hugmynd og þetta endaði með því að hringt var í piltana.  Við voru sem sagt á kolröngum stað.  Eftir stendur þetta: Ási! Næst er betra að vita nafnið á staðnum og vettvangskönnum um þriggja hæða bílastæðahús í Jerez er grafið í minnunguna.

Seinni æfingaleikurinn var gegn spænska liðinu Atletico San Lucar.  Spánverjarnir voru snöggir og teknískir líkt og flest spænsk lið eru. Þeir náðu forystunni um miðjan fyrri hálfleik og minnir okkur að hann hafi heitið Jose eitthvað.  Okkar menn jöfnuðu metin um miðjan seinni hálfleik og þar var að verki Gunnlaugur Hlynur Birgisson eftir frábæran undirbúning Halldórs J.S.  Þórðarsonar. Lokatölur 1-1.

Kvöldið fyrir brottför var haldiin spurningakeppni eða Quiz eins og strákarnir kölluðu þetta. Spurningarnar voru í höndum Ásmundar og Valtýs Björns.

Sigurvegari varð Rúrik, annar varð Indriði og þriðji Tómas markvarðarþjálfari.

Leikmennirnir kvörtuðu undan spurningunum og sögðu þær of gamaldags, en rétt er að benda á að svarhlutfall réttra svara var 35%.  Þeir vissu ekki hve margir forsetar hafa verið á Íslandi, ekki nema 5 vissu svarið en þeir voru allir með á hreinu í hvernig skóm Neymar leikur í. Góðir.

Heimferðin gekk vel og viljum við Framarar þakka þeim Herði og Rögnvaldi hjá Heimsferðum kærlega fyrir okkur en þessir menn eru fagmenn.

Næst á dagskrá hjá meistaraflokki karla í Fram er leikur gegn Íslandsmeisturum FH föstudaginn 22.apríl í Úlfársárdal klukkan 18.00.

Með kærri Framkveðju

Fararstjórn

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!