fbpx
Sigurbjörg gegn iBV vefur

FRAM í undanúrslit eftir glæsilegan sigur á heimavelli í kvöld

ragnheiður gegn ÍIBVSteinunn gegn ÍBVÞað var boðið upp á hreinan úrslitaleik í kvöld þegar stelpurnar okkar í handboltanum mættu ÍBV í þriðja leik þessara liða í 8 liða úrslitum.  Það var allt eða ekkert í þessum leik,  sigurliðið fær sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins.  FRAMarar mættu vel á leikinn og flott stemming í húsinu okkar megin. Okkar stuðningsmenn eru ómetanlegir.
Leikurinn byrjaði af krafti, pínu stress í mannskapnum og klaufagangur en leit bara vel út.  Staðan eftir 10 mín. 4-4, allt í járnum.  Við náðum ekki nógu góðu tökum á okkar varnarleik og því vorum við að fá á okkur full auðveld mörk að mér fannst, vorum ekki nógu grimmar varnarlega  og bökkuðum alltof mikið.  Staðan eftir 20 mín. 8-8.  Þá kom góður kafli hjá okkar stúlkum við lokuðum vörninn í 5 mín. og það skilaði auðveldum mörkum, staðan eftir 25 mín. 12-8.  Þá sofnuðum við fram að hléi og fengum á okkur 6 mörk, vondur kafli hjá okkur,  staðan í hálfleik 14-14.  Gott að skora 14 mörk en ekki gott að fá þann fjölda á sig. Ljóst að við þyftum að fækka mörkunum sem við fáum á okkur ef við ætluðum að vinna leikinn.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn frekar illa, lentum undir og vorum smá tíma að jafna okkur á því, pínu klaufar varnarlega og sóknin gekk ekki vel.  Staðan eftir 40 mín. 17-18.  Þá kom góðu kafli hjá okkar stúlkum, vörnin fór að vinna eins og hún gerir best, Guðrún kom með góðar vörslur og við tókum frumkvæðið í leiknum.  Jöfnuðum í 19-19 eftir 45 mín. og þá var ekki aftur snúið.  Við bættum við góðum mörkum og  staðan eftir 50  mín. 22-20.  Varnarleikur okkar var svo góður það sem eftir lifði leiks, Guðrún  tók tvö víti að mig minnir og það hjálpar.  Við kláruðum leikinn svo með stæl, lokatölur 25-21. Flottur leikur þó við getum klárlega bætt okkur.   Sóknarlega vorum við ekki að spila okkar besta bolta en varnarlega vorum við góðar á köflum og það gerði gæfu muninn í dag. Guðrún var fín í markinu og Hafdís gerði vel þann tíma sem hún var inná. Þetta tvennt vann leikinn svo einfallt er það.   Ragnheiður setti 10 mörk og var góð, Steinunn 6, Hulda 3 en aðrir minna.
Frábær sigur og núna þurfum við bara að njóta í smá stund, bullandi stuðningur í húsinu í kvöld og  virkilega gaman að  vera FRAMari.
Næsti leikur er á föstudag gegn Gróttu á nesinu,  í þeirri viðureign þarf að vinna þrjá leiki og fjörið er því rétt að byrja.  Vel gert stelpur.

ÁFRAM FRAM

Myndir úr leiknum á eftir á  http://frammyndir.123.is/pictures/   það verður eitthvað.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!