fbpx
Sigurbjörg gegn iBV vefur

FRAM í undanúrslit eftir glæsilegan sigur á heimavelli í kvöld

ragnheiður gegn ÍIBVSteinunn gegn ÍBVÞað var boðið upp á hreinan úrslitaleik í kvöld þegar stelpurnar okkar í handboltanum mættu ÍBV í þriðja leik þessara liða í 8 liða úrslitum.  Það var allt eða ekkert í þessum leik,  sigurliðið fær sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins.  FRAMarar mættu vel á leikinn og flott stemming í húsinu okkar megin. Okkar stuðningsmenn eru ómetanlegir.
Leikurinn byrjaði af krafti, pínu stress í mannskapnum og klaufagangur en leit bara vel út.  Staðan eftir 10 mín. 4-4, allt í járnum.  Við náðum ekki nógu góðu tökum á okkar varnarleik og því vorum við að fá á okkur full auðveld mörk að mér fannst, vorum ekki nógu grimmar varnarlega  og bökkuðum alltof mikið.  Staðan eftir 20 mín. 8-8.  Þá kom góður kafli hjá okkar stúlkum við lokuðum vörninn í 5 mín. og það skilaði auðveldum mörkum, staðan eftir 25 mín. 12-8.  Þá sofnuðum við fram að hléi og fengum á okkur 6 mörk, vondur kafli hjá okkur,  staðan í hálfleik 14-14.  Gott að skora 14 mörk en ekki gott að fá þann fjölda á sig. Ljóst að við þyftum að fækka mörkunum sem við fáum á okkur ef við ætluðum að vinna leikinn.
Við byrjuðum síðari hálfleikinn frekar illa, lentum undir og vorum smá tíma að jafna okkur á því, pínu klaufar varnarlega og sóknin gekk ekki vel.  Staðan eftir 40 mín. 17-18.  Þá kom góðu kafli hjá okkar stúlkum, vörnin fór að vinna eins og hún gerir best, Guðrún kom með góðar vörslur og við tókum frumkvæðið í leiknum.  Jöfnuðum í 19-19 eftir 45 mín. og þá var ekki aftur snúið.  Við bættum við góðum mörkum og  staðan eftir 50  mín. 22-20.  Varnarleikur okkar var svo góður það sem eftir lifði leiks, Guðrún  tók tvö víti að mig minnir og það hjálpar.  Við kláruðum leikinn svo með stæl, lokatölur 25-21. Flottur leikur þó við getum klárlega bætt okkur.   Sóknarlega vorum við ekki að spila okkar besta bolta en varnarlega vorum við góðar á köflum og það gerði gæfu muninn í dag. Guðrún var fín í markinu og Hafdís gerði vel þann tíma sem hún var inná. Þetta tvennt vann leikinn svo einfallt er það.   Ragnheiður setti 10 mörk og var góð, Steinunn 6, Hulda 3 en aðrir minna.
Frábær sigur og núna þurfum við bara að njóta í smá stund, bullandi stuðningur í húsinu í kvöld og  virkilega gaman að  vera FRAMari.
Næsti leikur er á föstudag gegn Gróttu á nesinu,  í þeirri viðureign þarf að vinna þrjá leiki og fjörið er því rétt að byrja.  Vel gert stelpur.

ÁFRAM FRAM

Myndir úr leiknum á eftir á  http://frammyndir.123.is/pictures/   það verður eitthvað.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0