Jæja þá er þetta búið hjá strákunum okkar í handboltanum, við náðum okkur alls ekki á strik í kvöld. Það er í raun algjör synd að ná ekki að sýna betri leik en við sýndum í kvöld. Þessir síðustu leikir hafa verið skemmtilegir og gríðarlega spennandi því var maður bara smá spenntur fyrir kvöldinu. Gríðarlega vel mætt af okkar fólki á leikinn og við FRAMarar voru í meirihluta í húsinu, verður ekki betra á útileik. Þannig að þetta átti að vera góð uppskrift að góðu kvöldi.
Þetta leit allt vel út í byrjum flottur kraftur í okkar mönnum og við tókum frumkvæðið, leit bara vel út.
Jafnt eftir 13 mín. 5-5. Þá skildu leiðir og við vorum ótrúlega fljótir að missa hausinn, gerðum nokkra feila sóknarlega og þá hrundi okkar leikur. Vörnin hætti að virka og við náðum ekki að klukka gaurana það sem eftir lifði hálfleiks, við gerðum 2 mörk fram að hálfleik og vörðum ekkert í markinu. Það gekk sem sé lítið upp og sérstakt að sjá okkur spila svona illa. Staðan í hálfleik,13-7. Ljóst að við yrðum að gera betur ef ekki ætti illa að fara.
Svona leikir eru allt eða ekkert því þurftum við aðeins að taka af skarið en það gekk ekki því vörnin hélt ekki neinu. Munurinn 10 mörk eftir 36 mín. og leikurinn búinn. Við náðum svo að halda haus að mestu það sem eftir var en náðum aldrei að sýna okkar rétta andlit. Við töpuðum þessu leik sannfærandi, lokatölur 31-19.
Erfitt að segja mikið um svona leiki því það gekk fátt upp af því sem við höfum verið að gera vel á löngum köflum í vetur. Veturinn var reyndar mjög kaflaskptur en við höfum sýnt það í vetur að við getum unnið öll lið í deildinn. Við þurfum bara að vinna í því að stækka hópinn þannig að við getum tekist betur á við forföll eins og þau sem urðu eftir áramót. Súrt að enda þetta tímabil með svona leik en skiptir svo sem ekki öllu, 1 eða 11 breytir ekki niðurstöðunni.
Við fengum flottan stuðning í kvöld og vert að þakka fyrir það.
Strákar takk fyrir skemmtilegan vetur og sjáumst hressir í haust.
ÁFRAM FRAM