fbpx
í slá

Tap gegn ÍR í Lengjubikar kvenna

FRAM Keflavik DB kvStelpurnar okkar í fótboltanum léku í gærkveldi gegn ÍR í Lengjubikarnum, leikið var í Breiðholtinu.  Það var hálf kalt á vellinum í gær og þessi leikur fór frekar hljótt.
Leikurinn byrjaði heldur illa, Áslaug markmaður meiddist og varð að fara af velli strax á 3 mín.  Það er alltaf erfitt að byrja leiki á því.  Við fengum svo á okkur tvö mörk á stuttum tíma á 20 mín. og 26 mín.  Staðan því 2-0 eftir 26 mín, en höfðum alls ekki verið að leika neitt illa fram að þessum mörkum.  Við lékum svo ágætlega eftir þessi mörk en það tók okkur samt smá tíma að jafna okkur, óöryggi í liðinu.
Staðan í hálfleik 2-0.    Við fengum til liðs við okkur í vikunni ungar stelpur ofan að Skaga og þær komu inn í liðið þegar líða tók á leikinn og alveg ljóst að þessa stelpur fríska upp á liðið.
Síðar hálfleikur var mun betri, hef sagt það áður að við spilum oftast betur í síðari hálfleik og það var eins í gær. Við fengum reyndar á okkur mark á 54 mín. sem var gegn gangi leikisins en það er ekki spurt að því í fótbolta.  Við lékum svo ágætlega það sem eftir lifði leiks en lokatölur í gær 3-0.
Lítið við þessu að segja en  það voru batamerki á liðinu og tapið óþarflega stórt miðað við gang leikisins. Við eigum eftir að fá fleiri leikmenn inn á næstunni sem verður spennandi og liði er allt í framför.
Næsti leikur er á laugardag í Úlfarsárdalnum kl. 14:00 gegn Grindavík, sjáumst þá.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!