fbpx
Guðrun gegn Fjolni vefur

Tap á nesinu í hörkuleik

Guðrún gegn FH IIStelpurnar okkar í handboltanum mættu til leiks í undanúrslitum Olísdeildarinnar gegn Gróttu á nesinu í kvöld. Það var þétt skipað í húsinu, góð stemming og mjög vel mætt af okkar fólki, það bara klikkar ekki. Það var því ekkert því til fyrirstöðu að kvöldið yrði  gott.
Við byrjuðum leikinn vel, mikill kraftur og ákveðni í okkar stúlkum og þær hreinlega keyrðu yfir Gróttu á fyrstu mínútum leiksins.  Hrikalega gaman að fylgjast með þessum kafla hjá okkur, staðan eftir  10 mín.  1-5. Guðrún fór á kostum í markinu og það hjálpaði mikið.  Við náðum að komast mest í 2-8 að mig minnir en þá kom kafli þar sem við fórum illa að ráði okkar. Hefðum átt að gera betur.  Staðan eftir 20 mín. 6-8. Við skoruðum ekki mark í 14 mínútur og það gekk hrikalega sóknarlega. Vörnin og markvarslan var áfram góð en sóknarleikur okkar var ekki til útflutnings.  Staðan í hálfleik 8-9.  Ferlegt að ná ekki að nýta frábæra byrjun betur.
Það var því ljóst að þessi leikur yrði erfiður ef við næðum ekki að bæta í sóknarlega.
Við byrjuðm síðari hálfleikinn ekkert sérlega vel, sóknarlega áfram illa þar sem okkur gekk illa að skora en vörn og markvarsla góð. Staðan eftir 40 mín. 10-10, ótrúlega lítið skorað. Við náðum aðeins að taka frumkvæðið en misstum það aftur niður og staðan eftir 50 mín. 14-13.  Við gerðum svo aftur atlögu að því að vinna þennan leik en það gekk því miður ekki, vorum kannski pínu óheppnar að ná því ekki.  Það vantaði hreinlega framlag frá fleirum til að það gengi upp. Í svona leikjum þurfa allir að spila vel en það vantaði framlag sóknarlega frá fleirum í kvöld, taka afskarið og  velja réttu færin sem voru klárlega til staðar. Lokatölur á nesinu 17-16.
Það vantaði ekki spennuna í leikinn og virkilega gaman að vera á leiknum. Hundfúllt að tapa en margt jákvætt, Guðrún var frábær í kvöld og vonandi er þetta bara byrjunin hjá henni í þessari syrpu.  Vörnin var góð og ekki mikið út á hana að setja.  Sóknarlega þurfum við að gera betur, þar þurfa allir að gera betur og við getum það klárlega. Nú er bara að kæla sig aðeins niður og fara yfir málin, undirbúa sig vel fyrir næsta leik sem verður á sunnudag kl. 16:00 á heimavelli í Safamýrinni.

ÁFRAM FRAM

P.s fylgist með myndum á  http://frammyndir.123.is/photoalbums/278171/, þær eru núna í boði  Eyjólfs Garðarssonar og kunnum við honum okkar bestu þakkir.

 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!