fbpx
Guðrun gegn Gróttu vefur

Súrt tap á heimavelli í Olísdeild kvenna

Steinunn gegn GróttuStelpurnar okkar í handboltanum mættu í dag Gróttu í öðrum leik liðanna í 4 liða úrslitum Íslandsmótsins en leikið var í Safamýrinni.  Það hefur verið betur mætt á svona úrsltialeik en góður stuðningur á pöllunum og fín stemming.   Við töpuðum á nesinu á föstudag því eiginlega nauðsynlegt að kvitta fyrir það í dag.
Leikurinn í dag byrjaði ágætlega, ágætur hraði í leiknum, frekar mikið skorað til að byrja með en varnarleikur okkar ekki alveg að virka.  Staðan eftir 10 mín. 3-5. Við héldum áfram að elta, við ekki nógu grimmar varnarlega og að fá á okkur of auðveld mörk. Sóknarlega þá vorum við að gera betur og fleiri að skila inn mörkum. Staðan eftir 20 mín. 8-10.  Leikurinn áfram jafn en við að elta. Þetta var dálitið saga þessa hálfleiksins, við einhvern veginn ekki að ná tökum á okkar varnarleik, gekk samt mun betur þegar á hálfleikinn leið, sóknarlega vorum við full hægar og dálítð fyrirsjáanlega. Guðrún að verja vel í hálfleiknum og sá til þess að staðan í hálfleik var jöfn, 12-12. Við lékum betur þegar á hálfleikinn leið bæði sóknar og varnarlega sem var jákvætt fyrir þann síðari.
Síðari hálfleikur byrjaði svo ágætlega, við tókum strax frumkvæðið en vorum pínu klaufar að nýta það ekki betur. Gerðum nokkur tæknimistök sem komu í veg fyrir að við næðum meira forskoti, vörnin að standa vel og Guðrún góð. Staðan eftir 40 mín. 15-13. Við héldum leiknum áfram í okkar höndum, lékum vel varnarlega en sóknarleikurinn gekk bara ekki vel á þessum kafla ásamt því að við gerðum of mikið af mistökum. Staðan eftir 50 mín. 17 – 17  og allt í járnum.  Síðustu mín. leiksins voru því spennandi eins og gefur að skilja, lítið skorað og spennan farinn að segja til sín.  Vörnin hélt vel en sóknarlega vorum við í vandræðum, náðum bara ekki að koma okkur í góð færi. Við erum bara of hægar að mér finnst og það vantar að sprengja það aðeins upp. Það fór svo þannig að við töpuðum þessum leik 19-20.
Ferlegt að tapa þessum leik og við komnar í mjög erfiða stöðu.  Enn vorum við klaufar að klára þennan leik ekki betur, við erum með leikinn í okkar höndum en það vantar eitthvað drápseðli í okkar stelpur til að klára þennan leik.  Hrikalegt að vera búnar að koma okkur í þessa stöðu en nú þurfum við að vinna næsta leik, ekkert annað í boði. Við getum klárlega unnið þetta lið en þá þurfum við að ætla að gera það.
Upp með hausinn stelpur og nú er allt eða ekkert. Næsti leikur er á miðvikudag á nesinu, þar verðum við öll að mæta.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!