fbpx
IMG_2722

Tap í lokaleik Lengjubikars kvenna

Fram-BÍ og HKVik 043Stelpurnar okkar í fótboltanum léku sinn síðasta leik í Lengjubikarnum þetta árið þegar þær mættu Grindavík í Úlfarsárdal í gær. Það var leikið við ljómandi aðstæður í Úlfagrifjunni í gær, frábær staður til að spila fótbolta.
Leikurinn í gær var hin besta skemmtun frá upphafi til enda. Við byrjuðum reyndar illa rétt eins og venjulega, er að verða aðeins þreytt og gerir okkur svo erfitt fyrir. Við fengum sem sé á okkur mark strax á 2 mín. Mjög svo klaufalegt, við  sóttum svo í okkur veðrið og náðum að jafna leikinn á 33 mín. með marki frá Emilíu Britt Einarsdóttur, vel að verki staðið hjá okkur.  En við fengum svo á okkur mark á síðustu mín. fyrri hálfleiks, staðan í hálfleik 1-2. Ekki sanngjörn staða.
Síðari hálfleikur byrjaðu svo með því að við fengum á okkur mark á 50 mín. en náðum að laga stöðuna á 58 mín. þegar Emilía Britt bætti við sínu öðru marki. Við vel inni í leiknum og líklegar til að bæta við.  Við náðum því miður ekki að setja fleiri mörk en fengum á okkur tvö undir lokin á 80 og 88 mín.  Lokatölur í leiknum í gær 2-5.
Við erum klárlega í framför og það er stutt í sigur, held að þetta sé allt að koma en vantar meiri trú á eigin getu. Við vorum markmannslausar í gær en Áslaug markvörður er meidd eftir spark,  sem hún fékk í andlitið í síðasta leik.  Hún er að hressast og verður klár í næsta leik.  Veit ekki hvernig leikjum verður háttað fram að móti en það mun skýrast fljótlega. Þið afsakið að þessi pistil kemur ekki fyrr en í dag en ritstjórinn var undan þjónustusvæðið um helgina.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!