Strákarnir í FRAM 1 voru krýndir Íslandsmeistarar í 6. fl. eldri nú um helgina.
Það var orðið ljóst eftir þrjú fyrstu mótin að strákarnir myndu hreppa titillinn enda sigruðu þeir þau mót með yfirburðum.
Strákarnir héldu þó áfram að berjast í hverjum einasta leik þrátt fyrir að titillinn væri í höfn enda miklir keppnismenn sem vilja vinna hvern leik. Í heildina sigruðu strákarnir þrjú mót og tvisvar lentu þeir í öðru sæti.
Það verður ekki annað sagt en að strákarnir séu vel að titlinum komnir enda gríðarlega metnaðarfullir og þrátt fyrir ungan aldur eru þeir tilbúnir til að leggja mikið á sig til að ná árangri.
Liðið skipa: Anton Ari Bjarkason, Torfi Geir Halldórsson, Veigar Már Harðarson, Kjartan Þór Júlíusson, Sigurður Bjarki Jónsson, Ísak Ísfeld Einarsson, Kristján Örn Stefánsson, Sigfús Árni Guðmundsson. Þjálfari drengjanna er Garðar Sigurjónsson.
Það er greinilegt að framtíðin er björt í FRAM og efniviðurinn er svo sannarlega til staðar.
Til hamingju með titilinn strákar, þið eigið hann svo sannarlega skilið.
ÁFRAM FRAM