Stelpurnar okkar í handboltanum mættu Gróttu í þriðja sinn á Seltjarnarnesi í kvöld. Við vorum komnar upp að vegg og urðu að ná sigri ef við ætluðum ekki að fara í snemmbúið sumarfrí þetta árið. Það var vel mætt á leikinn að vanda en hefði örugglega verið betur mætt af okkar fólki ef liðið hefði sýnt betri leiki að undanförnu. Samt góður stuðningur okkar fólks eins og hann hefur verið í allan vetur, takk enn og aftur fyrir það FRAMarar.
Leikurinn í kvöld byrjaði ekki nógu vel, við lentum strax undir og eltum allann fyrri hálfleikinn. Staðan eftir 10 mín. 4-1. Guðrún byrjaði aftur á móti vel og var að leika vel þrátt fyrir allt. Við náðum svo að rétta okkar hlut en náðum aldrei að jafna leikinn, Staðan eftir 20 mín. 6-5. Sóknarleikur okkar slakur en vörnin góð, hefðum samt þurft að vera pínu grimmari til að klára varnirnar betur. Það gekk svo ekkert sóknarlega það sem eftir lifði hálfleiks, við gerðum 1 mark og staðan í hálfleik 10-6. Alveg ljóst að við þyrftum að gera mun betur í þeim síðar.
Síðari hálfleikur var því miður svipaður og sá fyrri, við ekki að leika vel því miður. Vörnin hélt ágætlega en sóknarlega vorum við í vandræðum með að skora. Staðan eftir 40 mín. 13-10. Ferlegt hvernig við fórum með góð færi. Við misstum svo aftur tökin á leiknum og lentum mest undir en 6 mörk og útlitið ekki gott. Staðan eftir 50 mín. 16-12. Við náðum ekkert að ógna Gróttu það sem eftir lifði leiks, við bara náðum okkur ekki á strik í þessum leik.
Lokatölur í kvöld 21-16.
Við verðum bara að horfast í augu við það að betra liðið vann í kvöld og þetta var okkar lakasti leiki í seríunni. Fúlt að detta svona út eftir tvo skemmtilega leiki þar á undan, þar sem við fórum illa að ráði okkar. Við þurfum að skoða aðeins okkar leik, margir leikmenn sem lögðu of lítið af mörkum í þessar úrslitakeppni og mér fannst vanta upp á hugarfarið í liðinu. Við þurfum að vera miklu grimmari og það vantaði meiri skynsemi í okkar leik. Núna þýðir ekkert að vera velta sér meira upp úr þessu, stelpurnar eru örugglega hundfúlar með sjálfan sig. Guðrún var góð í þessari úrslitakeppni og hélt okkur á floti lengi vel, þar hjálpaði oft góður varnarleikur en sóknarlega vorum við í vandræðum á löngum köflum. Takk fyrir veturinn stelpur og við sjáumst örugglega hress í haust.
ÁFRAM FRAM
P.s það koma myndir inn á síðuna hans Jóa Kristins http://frammyndir.123.is/pictures/ þær eru í boði Eyjólfs Garðarssonar að þessu sinni en við þökkum Jóhanni kærlega fyrir allir myndirnar sem hann hefur fært okkur í vetur. Ómetanlegt starf sem Jóhann vinnur fyrir FRAM.